sunnudagur, janúar 23, 2005

Vinnuhelgar eru engar helgar....

Föstudagurinn: Bóndadagurinn mikli sem ég nú aldrei lagt effort í að halda upp á en samt spurði Andri mig á fimmtudagskvöldið, þegar við sátum á snæðingi á Horninu, hvort það væri bóndadagurinn í dag (hefði að sjálfsögðu átt að segja já og þess vegna værum við úti að borða) og hélt því fram að ég hefði alltaf gert eitthvað fyrir hann á bóndadaginn og ég bað hann að nefna hvað og það var fátt um svör enda hélt hann því einu sinni fram að hann væri ekki bóndi! Ég vil bara hafa óvænta daga bóndadaga.
Afmælið hjá Sóley um kvöldið var hressandi og alveg sérstaklega góð bolla í boði, ég var ánægð með úrslit idol og krækti mér í stig í keppninni í vinnunni. Fór samt snemma heim sökum vinnu á laugardagsmorgun.

Laugardagur: Ég vann eins og brjálæðingur við að selja vörumerkið adidas frá hálf tíu til sex og tilhlökkunin var mikil því stefnan var sett á Megasukk um kvöldið en vonbrigði helgarinnar voru þau að engir tónleikar voru sökum einhvers misskilnings. Hundleiðinlegt og súrt og ekkert annað í stöðunni en að fara í bíó og fyrir valinu var myndin Birth, ágætis mynd og hélt manni nokkuð spenntum allan tímann, samt skrýtin rétt eins og bókin Samkvæmisleikir sem ég var að klára. Maður situr uppi með alls kyns spurningar og engin svör.
Komst líka að því að ég var komin með sýkingu í fæðingarblettsaftökuna og leitaði á náðir læknanna minna Ásu og Óla og þar var mér kippt upp á skurðborðið, skipt um umbúðir og sprittað í heila klabbið enda er ég öll að koma til, var víst ekki gáfulegt að fara að hjóla á miðvikudaginn!

Sunnudagur: Ónýtur eins og allar vinnuhelgar en menn voru misþunnir í adidas búðinni í dag og er nokkuð ljóst einhver annar en Linda tók Lindu í adidas búðinni! Ég sýndi eintóma samúð og góðmennsku enda ég sem fann upp Lindu í adidas búðinni. Horfði síðan á síðasta þáttinn í 2. seríu á SATC, gaman að rifja hann upp. Kaffi Cultura var næsti viðkomustaður en þar hittumst við hópurinn (Bjössi, Magga, ég) og skipulögðum kennslu 9 ára barna ásamt því að sötra kaffi og ræða merkileg málefni. Barþjónarnir þar tala ítölsku og mér skilst að hægt sé að fá uppáhalds kokteilinn minn Kaiperoska alla fragola þar en ég ætla peppa mig upp í að panta á ítölsku næst þegar ég fer enda er þetta þrælfínn hangistaður og hægt að vera á netinu og alles.

Helgi því var engin helgi hjá mér en um næstu helgi Helgi þá verður gaman því þá er ég í fríi á föstudeginum og um helgina fyrir utan einn hjólatíma og þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 12:50 á mánudeginum. Þess vegna Helgi minn verður þetta góð helgi og ég er strax farin að telja niður.

Ciao
Bellan

Engin ummæli: