föstudagur, janúar 21, 2005

Sóley Kaldal

Í dag fagnar æskuvinkona mín hún Sóley Kaldal 22 ára afmæli sínu. Ég og Sóley erum líklega búnar að þekkjast síðan við vorum 2 ára á leikskólanum Lækjaborg og eyddum stórum hluta af okkar æskuárum í að leika okkur í Dalnum og keyra brúðuvagna um hverfið og man ég vel eftir endalaust skemmtilegum hlátursköstum sem urðu vegna misskilnings milli okkar eða eingöngu vegna þess húmors sem við höfum sennilega báðar fengið í vöggugjöf, alveg ógeðslega fyndnar oft á tíðum. Sóley er án efa tískulögga 21. aldarinnar og er ótrúlegt hvernig hún getur troðið sér í hverja flíkina á fætur annarri og er alltaf jafn flott í þeim. Hjá henni er allt niðurneglt, hún er hagsýn, umhyggjusöm og með framtíðarplönin á hreinu. Ég óska henni innilega til hamingju með daginn og megi lukkan elta hana í komandi tíð.

Hafðu það sem allra best í dag.

Linda

Engin ummæli: