mánudagur, janúar 24, 2005

Er ég gengin aftur í grunnskóla?

Í dag var ég á fyrirlestri og í kaffipásunni var lesið fyrir okkur upp úr bók!

Í dag var ég í bekkjartíma og þar var lesin fyrir okkur bókin Gunnhildur og Glói og að því loknu áttum við að gera klippimyndir úr bókinni eftir setningum sem við fengum!

Þetta minnir mig óneitanlega á það þegar ég var Laugarnesskóla hjá henni Sólveigu Sveins en málið er ég er í háskóla........hvað er að gerast með háskólana.....fyrir utan það að ég er ekki mikið fyrir það að klippa, lita og líma......er samt alveg til í að stjórna börnunum í þeim verkum!

Það var ekki meira í bili
Linda

Engin ummæli: