miðvikudagur, janúar 05, 2005

Komin með ágætis sigg á rassinn....

...og get því vonandi hafið hjólakennslu á morgun. Fór í dag að æfa nýja prógrammið og bið bara til guðs að rassinn verði góður við mig í fyrramálið. Ákvað síðan að skella mér með Andra í Laugar því hann þurfi að fara að lyfta og ég var með einhvern frímiða í heilsurækt og baðstofu sem er nú ekki frásögufærandi nema það að ég mátti ekki nota heilsuræktina sér, var að fara í bæði á sama tíma, meira crappið. Ég sagði því bara við konuna að ég myndi bara skippa þessari gufu eða hvað sem það nú væri því Andri væri ekki með aðgang í hana. Hún var alveg stórhneyksluð og sagði en það kostar alveg 3500 kr í þessa gufu. Ég sagði nú bara að ég kæmi hvort eð er ekkert hingað aftur þannig að það skipti ekki máli.

Fór svo í salinn og massaðist í bekk enda ekki Linda bekkpressa fyrir ekki neitt. Andri var þvílíkt hissa þegar ég gat tekið meira en hann. Nei segi svona. Tók nú bara létt á því, var nú meira svona að hjálpa honum.

ciao
bellan

Engin ummæli: