mánudagur, janúar 10, 2005

Verð bara að setja þessi fallegu orð um Laugarnesið hérna:

Það er engin fegurð falin í því að gnæfa yfir; þvert á móti. Þetta held ég reyndar að sé það helsta sem fegurðarsnauðir tína til- hæð og stærð, gnæfa yfir...o.s.frv. Því þeir vita jú alltaf hvað þá skortir. Ef ekki, þá eru þeir ávallt velkomnir inn í Laugarnesið; hina tæru og eilífu fegurð. Hverfið þar sem höfuðborgin hlaut nafn sitt forðum, hverfið þar sem karlmönnum rís hold og konum slaknar skaut, hverfið þar sem fólk gerist andstutt í kynferðislegum tryllingi sem sprottinn er af hinni seiðmögnuðu fegurð og stemmningu hverfisins. Breiðholtið er hins vegar svipað og buffaloskór; sem fólk hér fyrir nokkrum árum klæddist, ekki vegna fegurðar, heldur vegna minnimáttarkenndar, sem ekki batnar þegar það áttar sig á því hverju það hefur gengið í. Nú sjást Buffaloskór ekki lengur, fólk hefur áttað sig; það gerir það oftast, nema (sjálfstæðismenn) og Breiðhyltingar sem þrjóskast við að standa á sínum þúfuskít.

A.F.O

Svona í tilefni að því að við verðum að minnsta kosti í 3 mánuði lengur hérna og vorum að kaupa nýtt grænt áklæði á sófann, grænt púðaver, lampa, græn kerti og grænan blómavasa en ég ætla gera tilraun til að vera með lifandi blóm, spurning hvernig það fer. Sem sagt grænt þema í gangi enda afar róandi og slakandi litur.

Endilega kíkið við

Linda

Engin ummæli: