föstudagur, janúar 28, 2005

Ég ákvað að taka strætó í skólann........

........og þá rifjaðist upp fyrir mér tíminn þegar ég tók strætó flest allar mínar leiðir. Þetta var svona í 1. bekk í menntó áður en ég krækti mér í Andra og gerði hann að einkabílstjóranum mínum. Þá rölti ég hröðum skrefum út Grunninn og sá alltaf í Brúnaveginn í von um það að strætó myndi ekki rúlla framhjá mér því þá er maður úr leik. Ekkert annað í stöðunni en að bíða í 20-30 mín eftir þeim næsta eða bara ganga því það er jafnvel fljótlegra.

Þessi sama tilfinning kom yfir mig áðan þegar ég gekk hröðum skrefum út Grunninn og viti menn rétt áður en ég komst út á enda rúllar strætó framhjá mér scheise.........og það er ekkert annað í stöðunni en að labba bara upp í skóla.

Þar sem ég var á leið á fund með mr. M gekk ég hröðum skrefum svo ég yrði ekki of sein, skyndilega fórum ýmsar hugsanir í gegnum kollinn á mér eins og t.d að ég kæmi til hans svo löðrandi sveitt að ég gæti ekki farið út jakkanum sökum krikavandamálsins og svo fór ég að ímynda mér að ég myndi detta á miðri götunni á leið yfir Suðurlandsbraut og þar sem ég var í támjóu stígvélunum mínum fannst mér það ansi líklegt. Ég hugsaði með mér að það kæmi gat á svörtu buxurnar mínar og ég kæmi með skrámu á hökunni..........já svona er maður klikkaður.

Komst samt heil á húfi til hans en var ekkert laus við krikann og kalda straumana niður eftir bakinu........

Mig dreymdi líka í nótt að ég hefði misst tönn í neðri góm, er það ekki fyrir einhverju hræðilegu?

Góða helgi allir saman......mín verður góð því ég er í fríi
Linda

Engin ummæli: