sunnudagur, janúar 16, 2005

Hinar ýmsu óskráðu reglur.....

Það hefur einhvern veginn tíðkast að ekki er við hæfi að standa ber eða berbrjósta fyrir framan kærasta sinn og vinkonu á einum og sama tímanum. Þrátt fyrir að það sé hið minnsta mál með öðru þeirra.

Samt sem áður tókst mér einu sinni í bræði minni að brjóta þessa reglu. Ég, Andri og Ragna vorum á leið í eitthvað partý og ég var í brjálæðisskapofsatrylling því ég taldi að ég ætti ekkert til að vera í, gekk því um gólf og blótaði og náði meira að segja að afreka það að bomba burstanum mínum í vegginn með þeim afleiðingum að hann brotnaði. Það sem var hins vegar meira afrek út af fyrir sig er að í bræði minni reif ég mig úr bolnum og stóð fyrir framan þau með bæði brjóstin út í loftið. Vissulega brá þeim og þau göptu á mig með hálfskrýtnum svip. Þá áttaði ég mig á því Linda þú hefur brotið regluna og þau sögðu einnig í kór þú ert að brjóta regluna!

Þetta virðist að sjálfsögðu líka gilda varðandi systkini því rétt í þessu var ég að koma úr sturtu og litla systir mín kemur inn (Andri er í herbeginu líka) og ég segi jæja ég þarf nú að klæða mig og svona og hún grípur þetta alveg og segir já ok viltu að ég fari fram án þess þó að setja nokkuð út á það. Hún fattaði sem sagt regluna.

Passið ykkur á þessu.

Linda


Engin ummæli: