mánudagur, janúar 03, 2005

Áramótin með eindæmum góð....

  • góður matur og góðar fjölskyldur
  • góðra vina hópur.....en eins manns var sárt saknað sem hefði staðfastlega haldið uppi meira fjöri með greddusvipnum sínum, úlnliðasnúningum og að ógleymdum mjaðmadansi en það var Skallinn sem var því miður fjarri góðu gamni
  • Kíktum í partý til Sigga í adidas og enduðum svo á Bergstaðastrætinu þar sem piltar voru í miklum meirihluta og ég óska eftir einhverjum píum í þennan hóp, heyrði nú af Guðmundi lata í essinu sínu með einhverri dömu
  • má að sjálfsögðu ekki gleyma því að áramótin eru alltaf sérstök fyrir mig og Andra en við fögnuðum 5 árum í þetta sinni. Aldeilis langt síðan að við vorum ung og óreynd og hittumst á stuðmannaballi í höllinni.
  • hitti LA gengið (Regína, Auður, Álfrún, Hildur, Samía, Sigga) og við fórum á stuðmannaball á NASA, skipulagðir fleiri hittingar á nýju ári
  • þar sem stuðmenn spila stórt hlutverk í lífi mínu þá fór ég á myndina í gær og varð ekki fyrir vonbrigðum

Núna eru hins vegar bara 2 dagar eftir af 4 mánaða tjill tímabilinu í lífi mínu. Ég ætla njóta þeirra í botn. Á miðvikudaginn hefst síðan geðveikin á ný með skólanum, kennslu 5 leikfimitíma og vinnu aðra hverja helgi í adidas búðinni. Ég hef samt ákveðið að halda áfram stóískri ró minni en bið fólk að minna mig á það ef ég er að missa marks

ykkar einlæg

Linda

Engin ummæli: