fimmtudagur, febrúar 22, 2007


Afmælisbarnið...


Hún Ragna góðvinkona er 24 ára gömul í dag! Innilega til hamingju með daginn og njóttu þess nú í botn að vera einu sinni heima hjá þér á afmælisdaginn. En eins og margur hver veit er Ragna margfaldur Íslandsmeistari í badminton og þarf því ósjaldan að fórna afmælisdögum fyrir fluguna...

Myndin er síðan ég fór með henni á mót í Birmingham sem Team Manager from Iceland. Þarna lékum við á alls oddi og ég að sjálfsögðu sem þjálfari á hliðarlínunni. Við gerðumst meira að segja svo grófar að skella okkur í klippingu þar sem ég tók pönkarann á þetta...

Annars vaknaði ég í morgun með rosa skrýtna verki, hugsaði strax með mér nei ég er ekki búin að hvíla mig neitt! Fór fram og settist á bláa boltann og tók smá jógatakta...þetta var samt greinilega bara smá æfing en góð engu að síður. Núna er ég bara heimavinnandi húsmóðir í vetrarfríi:)

Lilly

Engin ummæli: