laugardagur, febrúar 03, 2007

Smá "hreiðurgerð" hafin...

Það er svona aðeins byrjað að undirbúa komu frumburðarins. Búið að breyta lítillega í svefnherberginu, húrra upp annarri hillu og færa til kommóðu og setja annað náttborð og síðan keypti ég afskaplega krúttlegt körfusett í Glugg-inn fyrir helgina, alveg eins og ég hafði séð þetta fyrir mér í hillunum og eina svona stærri körfu á hjólum til að hafa ýmislegt dótarí í.

Síðan erum við pabbi farin að stússast í borðinu sem við ætlum að setja upp inni á baði og vorum búin að finna fullkomnar borðfætur á það í IKEA en þá eru þær uppseldar og getur verið að þær komi ekki aftur fyrr en í júní...og það er sko alltof alltof seint þannig að eftir helgina fer ég aftur í búðina og ræði við einhvern yfirmann og kría út 4 lappir úr sýnishornum. Og ég SKAL fá þessar fjórar...annars bið ég Don Ruth að ganga í málið!

Annars er það bara Desperate III undir sæng uppi í sófa...

Engin ummæli: