Það er komin helgi...Helgi!
Ég og stelpurnar í bekknum mínum erum að fara saman út að borða á eftir og síðan ætla ég að bjóða þeim heim og við ætlum að horfa saman á The Sentinel eða The Break Up, ógeðslega gaman hjá okkur. Maður er svona að vinna sér inn nokkur stig fyrir orlof:)
Selma kom í dag og auðvitað leist henni vel á krakkana mína og þeim á hana. Algjör snilld að geta valið svona hver tekur við umsjóninni, manni er einhvern veginn ekki alveg sama...
Ljúf helgi framundan með tilheyrandi slökun og þægilegheitum, ekkert sérstakt planað nema kannski að kíkja á opnun á snyrtistofu og melding í lit og plokk og annað slíkt fínerí. Held að það sé ágætt að reyna að líta sem best út fyrir átökin!
Góða helgi kæru vinir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli