miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Þið munið að ég var búin að panta tvær vikur lágmark í hvíld þegar ég væri hætt að vinna, bara svona til að hvíla mig og undirbúa því ég vann svo lengi...

Núna nenni ég þessari hvíld ekki lengur, er að ég held búin að þvo hvert einasta stykki hérna á heimilinu, tók til í nærfataskúffunni í gær og það endar með að ég fer að litaraða í fataskápinn okkar!

Gekk síðan Borgartúnið endilangt inn í Laugarnesið og sé fram á fleiri æfingar á næstu dögum:)

Já ég er bara orðin of spennt...er maður ekki smá klikkaður að hlakka til að horfa á Fyrstu skrefin á eftir, að vísu verða Hanna, Sara og Camilla sem ég þekki í þættinum þannig að ég hef ástæðu!

Ég þarf samt nauðsynlega að komast á Tapas á morgun, það má ekki klikka!

Engin ummæli: