Hrós dagsins...
Ég er búin að vera að hrósa krökkunum dáldið undanfarið, svona aðeins að peppa þau upp áður en ég hætti. Við gerum nefnilega alltof lítið af því að hrósa finnst mér...
Og þess vegna ætla ég að hrósa Andra Fannari hérna á síðunni minni. Ekki það að hann lesi hana oft en hann á þetta hrós skilið.
1. Undanfarin svona 15 kvöld er ég búin að fá fótanudd fyrir svefninn en þá sef ég alltaf svo ótrúlega vel:) Segið svo að parakvöldið hafi ekki verið að gera sig! Og þetta er sko almennilegt nudd.
2. AFO er þekktur fyrir það að ganga vel frá í eldhúsinu og finnst það bara nokkuð gaman enda af myndunum að dæma var hann mikið fyrir pottana þegar hann var yngri. Þetta hefur hann líka frá móður sinni en hún ól hann upp í eldhúsinu:) Mér finnst líka alveg fínt að ganga frá í eldhúsinu og geri það mjög oft og helst get ég ekki farið að sofa nema vaskurinn sé tómur. Það kemur þó fyrir að hann er það ekki en þá veit ég bara að Andri gerir þetta þegar hann tekur sér pásu frá akademískum vinnudegi. Nema hvað að í gær var fjall í vaskinum því uppþvottavélin var líka full og þarna leyndist líka panna, pottur og fleira leiðindadótarí. Svo núna þegar ég kem heim úr vinnunni er búið að taka allt úr vélinni og ganga frá hverju einasta stykki sem var í vaskinum. Þetta er afar þægilegt fyrirkomulag og ég er mjög glöð með þetta. Og tekið skal fram að þetta var gert alveg óumbeðið...
Keep up the good work!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli