þriðjudagur, febrúar 20, 2007


Ég á bara eftir að vinna í einn heilan dag...


og síðan ekki neitt í að minnsta kosti 8 mánuði, vá hvað það er skrýtið!


Þessi eini dagur er starfsdagur kennara og því kvaddi ég börnin í dag. Þau voru sæt í sér að vanda og bökuðu tvær kökur, gáfu mér box með fleiri heimatilbúnum kökum, Mínu mús blöðru og kort með myndum af þeim öllum:)


Á fimmtudag og föstudag er vetrarleyfi kennara og síðan byrja ég í fæðingarorlofi frá með mánudeginum 26. febrúar, þá komin 39 vikur á leið, ekkert smá heppin að hafa haldið svona góðri heilsu allan tímann og unnið þetta lengi. Get sko ekki kvartað:) En ég vil nú þakka kírópraktornum mínum sem vill meina að þetta eiga eftir að skila 40% styttri fæðingu...sjáum til með það og svo auðvitað jóganu sem ég er búin að vera í síðustu 15 vikur, enda sjáið þið að maður er með jafnvægið í lagi;)
Á föstudaginn fer ég í mæðrótjékk og það verður spennandi hvað kemur út úr því.
Þar til næst...
Libba

Engin ummæli: