Borðfætur því miður ekki komnar í hús...
en ég og "Don Junior" eða Sóley gerðum okkur ferð í IKEA í dag og byrjuðum á því að taka aumingjann á þetta og reyna að láta vorkenna okkur, t.d. með því að segja að ég ætti von á barni eftir nokkrar vikur og væri búin að kaupa borðplötu fyrir þessar fætur og láta hanna þetta allt og ekkert annað myndi passa o.frv. Síðan sáum við að það gekk ekki og skiptum þá yfir í frekjuna og sögðum nokkur vel valin orð. Þá bakkaði svæðisstjórinn aðeins og tók niður nafn og síma en lofaði engu...þannig að ekki miklar líkur á að VIKA KAJ lappirnar verði úr íslensku IKEA, kannski dönsku eða einhvers staðar annars staðar frá. Þetta mál er allt í vinnslu en Don Ruth lendir einmitt annað kvöld og þá fara línur væntanlega að skýrast.
Ég hins vegar er komin með túrkís þema í eldhúsið, motta, diskamottur, uppþvottabursti, kertastjaki og viskustykki. Nú vantar bara einn Marimekko ofnhanska og þetta verður eins og klippt út úr Hús og híbýli...nje segi svona, allaveganna komið smá þema og hreiðurgerð greinilega á öllum vígstöðvum.
Og að lokum þá er við hæfi að segja frá því að ég fór í mæðró í dag og allt enn í toppstandi, barn búið að skorða sig og skýrir það mörgæsagöngulag mitt enda með haus í klofinu eins og maður segir. Þetta er því bara allt að verða ready. Nú er bara spurning hvort að krílið verði á punktlich þýskum tíma eða taki Italiano style á þetta og mæti tveimur vikum eftir settan dag!
Eitt er víst að nú er klukkan orðin alltof margt fyrir vanfærar konur eins og mig...
Góða nótt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli