föstudagur, febrúar 16, 2007

Ég var að koma af fæðingardeildinni...


á Skaganum, haha fenguð þið sjokk:) Við skelltum okkur upp á Skaga að heimsækja afa hans Andra og konuna hans en hún er einmitt ljósmóðir á Skaganum og var svo elskuleg að sýna okkur deildina í díteils og ég er að segja ykkur það ég tel að það séu svona 80% líkur á að ég fari þangað...

Mikið svakalega var þetta huggulegt og elskulegt allt saman. Og Sigurðarsvítan, ég ætla ekki einu sinni að lýsa henni:) Og þarna getur maður tekið sængurleguna alveg eins lengi og maður vill í ró og næði. Eina fyrirstaðan er náttúrulega að maður þarf að keyra dáldinn spöl en ég er alvarlega að velta þessu fyrir mér, þarf ekkert að ákveða núna en þetta er mjög góður kostur held ég.

Farin í bæli með örlítinn bjúg og lasinn húsbónda mér við hlið!

Engin ummæli: