Húllum hæ á Kambó...
Það var aldeilis margt um manninn á Kambó í gær, Bronsbumban og frú, Rex og Keðjan og parið góða. Trúmál og heimsmálin ásamt ýmsu öðru voru rædd og við erum svona nokkurn vegin komin með lausnina á því hvernig má bjarga heiminum...
Mæðró gekk vel að vanda og barnið fastskorðað og tilbúið í fæðingu whenever, ljósan mín ótrúlega ánægð með hvað allt er búið að ganga vel og hún studdi það heilshugar að fara upp á Skaga. Ég er allaveganna búin að melda mig þangað ef það gengur upp. Hún vildi meina að krílið væri orðið svona 13-14 merkur. Bara meðalljón ef það reynist rétt...nú er bara að bíða og sjá hvenær það ákveður að hefja ferðalagið mikla!
Það er aldeilis prógram á mér svona í orlofi, var að koma úr fótsnyrtingu, litun og plokkun og síðan er ég aðeins að fara að stússast út af vöggunni sem við verðum með. Í kvöld er dinner a la Hjalti og co, dansjóga í hádeginu á morgun, flakkarafundur með HDW og RÓ og útskrift hjá Viðari um kvöldið...mjög skrýtið að vera bara svona að dúlla sér í ýmsu og hafa engum þannig skyldum að gegna.
Tók strætó heim frá Hlemmi núna rétt í þessu og mikið er nú þægilegt að sitja í srætó og hlusta á góða tónlist og horfa út um gluggann. Þetta er hægt þegar maður er ekki í neinu stressi og er auðvitað miðsvæðis...
Góða helgi kæru vinir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli