þriðjudagur, apríl 03, 2012

Einn af þessum dögum...

...sem er best að enda á heitu og góðu baði. Byrjaði á fótapirring eldri dótturinnar upp úr fimm með tilheyrandi væli og pirring sem endaði þó á því að hún sofnaði aftur um sama leyti og hin gerði sig líklega til að vakna en var skúbbað á brjóst til að krækja í smá meiri svefn. Ég vil meina að Andri hafi kynnt þetta hugtak fótapirring fyrir ÁRU sem notar það óspart;) Ég náttúrulega þekki þetta ekki því ég óx aldrei neitt að ráði og fékk því aldrei neina vaxtaverki.

Síðan langar mig alveg að sjæna heimilið fyrir páskana og gera huggulegt en bara nenni því ómögulega og eyddi því deginum bara að heiman, alltaf gaman að hitta vinkonur mínar, spjalla og ekki skemmir fyrir þegar sushi og hvítvín er í boðinu. Verst að Lenublómið var ekki upp á sitt besta og sýndi allt annað en sparihliðina, kvartaði og laumaði mörgum framhjákúksprumpum sem örsökuðu í kjölfarið megaskitu í kvöld út um allt við mikinn fögnuð allra fjölskyldumeðlima:) Það getur bara ekki verið gott að vera með þetta inni í sér!


Andri vildi nú eigna sér heiðurinn af því að hafa bjargað þessu út hjá barninu með einhverju "cat walki" yfir magann eins og hann kallar það sem losaði síðan í kjölfarið risaprump eins og hann orðaði það. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega að fara bara aðeins í búð og ná í þriðjudagstilboð á Dominos, þið afsakið en þó ég eigi svona góða potta þá var eldamennska ekki efst á To do listanum eftir þennan dag:)


En nú er það baðið sem kallar og vonanadi verður þetta spriklandi góða vor og veður áfram yfir páskana!