föstudagur, apríl 13, 2012

Það held ég nú!

Malla mús er bara komin með tönn! Og rétt náði því að verða þriggja og hálfs mánaða í gær. Mamma var búin að spá þessu, að hún yrði á svipuðum tíma og ég en mér skilst að ég hafi fengið mína fyrstu tönn fyrir 4 mánaða aldurinn. Hún fer því í sína fyrstu bústaðaferð um helgina heilli tönn ríkari:)