Í fæðingarorlofi gefst svo mikill tími til að hugsa að ég er hálfpartinn komin í tilvistarkreppu. Litla diplómatíska, íhaldsama og óákveðna vogin má ekki ekki hafa of mikið pláss í kollinum á sér því þá fer hann á flug! Það er svo ótalmargt sem við langar að gera en ég hef ekki hugmynd um í hvaða röð er best að framkvæma það. Og þegar stórt er spurt verður oft afar fátt um svör. Held ég þurfi að panta mér starfsþróunarsamtal:)