laugardagur, apríl 07, 2012

Góðir vinir


LA vinirnir flottir með stelpuskarann sinn - Alma, Magdalena, Ágústa og Agnes

Við fengum heldur betur góða gesti í dag, alla leið frá Uppsala. Og áttum með þeim fullkominn brunch, yngstu dömurnar tvær sváfu báðar í þrjá klukkutíma og þær eldri léku sér allan tímann inni í herbergi, komu svo aðeins fram og tóku nokkur vel valin dansspor við sænsk og íslensk Eurovision lög. Á meðan borðuðu foreldrarnir á sig gat og spjölluðu um heima og geima og þó það sé ansi langt síðan við hittumst öll saman var tilfinningin sú að þau hefðu bara verið hjá okkur síðast í fyrradag!