miðvikudagur, apríl 11, 2012

Í dag fór ég og kenndi dans í þrjá klukkutíma. Það var mjög hressandi en líka erfitt. Maður er nefnilega ekkert í  vinnuformi þegar fæðingarorlof er annars vegar og þá er ég ekki að tala um að orlofið sé svona mikið frí heldur er það bara allt öðruvísi vinnuálag. Ég var allaveganna alveg dauð og nánast sofnuð með henni Magdalenu um hálf níu en reif mig á lappir og ætla að detta í góða ræmu með bóndanum - gef mér það samt að ég verði sofnuð  innan fimm mínútna en gefum þessu séns, gefum þessu séns.

Mér finnst mjög gaman þegar lesendur kvitta fyrir innlit, ég sé nefnilega alveg á teljaranum að hann tikkar svo einhverjir eru að lesa svo mikið er víst. Það er nefnilega alveg nóg eftir af þessu markmiði mínu en ágætt að apríl er bara 30 dagar!