Gubba og gefa
Nú klikkaði markmiðið heldur betur því rétt fyrir miðnætti þegar ég ætlaði að drita inn færslu dagsins á síðustu stundu byrjaði Ágústa Rut að gubba. Hún byrjaði að kvarta aðeins í maganum og ég hefði auðvitað átt að ná í skál strax en ekki hlaupa af stað þegar hún sagðist þurfa að gubba! Ég rauk á ljóshraða inn í eldhús og ætlaði að grípa stærstu plastskálina okkar og tók bara neðstu skálina, þegar ég kom inn í herbergi sá ég að ég var með pastasigtið okkar sem heldur náttúrulega engu gubbi! Og því fór sem fór, gubb út um allt bókstaflega, þurftum að taka rúmið í sundur því það fór í allar raufar. Hún stóð sig eins og hetja í alla nótt og gubbaði á klukkutíma fresti, við skiptumst á að hella úr skálum og setja kaldan þvottapoka á ennið á milli þess sem ég fór og gaf Magdalenu að drekka. Alveg megahressandi en við vonum að aðrir fjölskyldumeðlimir sleppi, efast samt um að gubbudrottningin ég sleppi en sjáum hvað setur.
Ég held bara að Ára hafi aldrei fengið gubbupest en ég var farin að hallast að því að hún væri eins og Gunna, gæti ómögulega gubbað;)
Ég held bara að Ára hafi aldrei fengið gubbupest en ég var farin að hallast að því að hún væri eins og Gunna, gæti ómögulega gubbað;)