fimmtudagur, apríl 19, 2012

Kóngsins Köben...

Á morgun höldum við Magdalena til Köben í þeim tilgangi að "fylgja" Sóley og Óla heim:) Og auðvitað líka til þess að eiga yndislegar stundir með góðum vinkonum en Rexin mín tvö Ragna og Regína verða líka á svæðinu svo næstu fimm dagar lofa mjög góðu. Tvö ungabörn með ólíkar þarfir kalla líka á að það verður ekkert mikið um plön - ekkert excel skjal eins og var sælla minninga þegar við Sóley fórum saman til NY 2005 heldur munum við væntanlega bara halda áfram í mömmó-leiknum sem við byrjuðum í fyrir rúmum 20 árum!

Þetta verður góð tilbreyting frá því að taka til og þvo þvott alla daga. Sem verður efni í færslur eftir að ég kem heim, er bókstaflega að drukkna í fötum!

Ég vona að ég fái að lauma mér í tölvu þarna úti svo ég geti reynt að fylgja markmiðinu eftir, hef aðeins klikkað en stefni á að ná þessu að mestu leyti.