Fjórar dömur og þrír litlir Mammoniar í bústað...
...er dásamleg skemmtun og endurnærandi, ég er ekki frá því að ég hlakki bara til að fara að þrífa baðherbergið hérna í fyrramálið! Krakkarnir til fyrirmyndar, vissum ekki af eldri tveimur sem sváfu saman í koju báðar næturnar og léku sér endalaust. Magdalena fílaði bústaðinn vel og kunni vel við sig í afslöppuninni í sveitinni. Borðuðum fáránlega góðan mat og dekruðum við okkur með góðu víni og eldri Mammoniarnir tveir voru duglegir að tríta sig með Hendrix. Við erum strax farin að skipuleggja næstu ferð og það skemmtilega við hana er að þá munu stóru Mammoniarnir sjá um allt, innkaup og niðurpökkun - það verður vægast sagt fróðlegt en við Álfrún toppuðum okkur í þessari ferð og höfum aldrei verið með svona fullkomlega passleg innkaup:)
Ætli þetta verði ekki fastur liður svona fjórum sinnum á ári, einu sinni á hverri árstíð. Það verður líka stemning eftir svona tíu ár þegar við verðum komin með öll átta börnin okkar saman!