föstudagur, apríl 13, 2012

Obbobbbobb...skyndilinda að gleyma sér og klukkan orðin meira en tólf! En þessi dagur er ekki alveg á enda hjá mér svo þetta sleppur. Skaust í Víði að versla með Álfinum mínum, við erum nefnilega á leið í sumarbústað um helgina og við erum sko engir amatörar þegar kemur að því að versla fyrir svona ferðir. Mætum korter í lokun og klárum þetta á núll einni. Höldum okkur alltaf við sama "budgetið" og útbúum eðal matseðil fyrir heila helgi á Flúðum. Þessar ferðir okkar eru alltaf dásamlegar og ég get hreinlega ekki beðið eftir því að leggja af stað. Fyrsta skiptið í bústað með tvö börn, það held ég nú að Andri verði hress með farangurinn:)

Annars voru Flórída-amman og afinn að koma heim og þá eru alltaf jólin taka tvö hjá litlu ofdekruðu fjölskyldunni á L92. Ýmislegt fallegt sem rataði ofan í tösku hjá Don Ruth eins og alltaf og við erum ævinlega þakklát fyrir þetta allt saman. M.a. var ipad sem við AFO fáum í þrítugsgjöf og ég er komin með langan lista af spurningum varðandi þessa græju - á nefnilega margt ólært þeger kemur að eplinu.