miðvikudagur, apríl 04, 2012

Forsetaframboð

Mér líst ákaflega vel á að hún Þóra ætli að bjóða sig fram til forseta. Það er eitthvað svo mikið varið í þessa konu. Ég á örugglega eftir að kjósa hana. Velti samt fyrir mér hvernig þessu verður háttað með litla barnið sem hún á að eignast, hvað bara í miðjum kosningum? Það gefur augaleið að verði hún kosin forseti getur hún ekkert bara byrjað í fæðingarorlofi og einhver leyst hana af;) Það hlýtur einhver annar að þurfa að sjá um barnið og þó að mér finnist ungbarnatímabilið langt því frá að vera skemmtilegasta tímabilið í lífi barns þá myndi ég aldrei fyrir mitt litla líf vilja sleppa því að vera þátttakandi hverja einustu mínútu.


Og síðan er hún með BA í heimspeki, þessir heimspekingar leyna nefnilega á sér;) Senda Andra bara í framboð eftir svona 10 ár, held ég sé alveg til í að prófa að vera forsetafrú!


Ég er með fullt af myndum á lager en af því að ég á það til að þjást af fullkomnunaráráttu og vil skrifa undir allar myndir um leið og ég set þær inn bíð ég aðeins með þetta en þær koma á næstu kvöldum.