laugardagur, apríl 21, 2012

Gestabloggari nr.2
Dagurinn í dag byrjaði snemma.... Skyndilinda og skyndilena vöknuðu kl.7 og fengu sér að drekka, á meðan að aðrir gestir Ungarnsgade stungu töppum í eyrun og snéru sér við í sófanum.. Mæðgurnar voru massa sáttar að geta sofnað aðeins aftur eftir drykkinn, eða til kl.9.. þá vöknuðu allir (nema Sóley fékk að lúlla lengur).. Góður breggi sem samanstóð af Frooshi og maltbrauði var tekinn og síðan fengu skvísurnar fjórar sér göngutúr (Linda, Magdalena, Sóley og Ragna). Það hellirigndi í göngunni, en sólin byrjaði að skína um leið og við stigum inn... Þá ákváðu "Litla" og "Stóra" að gera vel við sig og fá sér eins og einn "Latte" og meððí sem endaði í tvöfaldri gulrótarköku og massífu spjalli.. Eftir stutt stopp á Ungarnsgade fór Sóley með í kaffiferð nr.2 því lille og störe fengu ekki nóg eftir fyrsta bolla.. Þetta endaði í því að koffíneinkenni komu fram hjá Skyndilindu, sem var farin að tala í formi fyrirlesturs, með handapati út um allt og ófyrirséðum hlátursköstum og miklu stuði..
Magdalena fékk stuðið frá múttu, en hún er enn vakandi og í miklum ham.

Dagur er að kvöldi kominn og nú eru sex skvísur að spjalla og hafa það gott í kóngsins köbenhávn.

xxx