fimmtudagur, apríl 26, 2012

Skyndilindan back to business... Eftir afar viðburðaríka og skemmtilega daga í Köben er ég komin heim og strax farin að þvo fjöll af þvotti, skipuleggja og gera og græja ýmislegt. Klónin mín tóku vel á móti hinum klónunum og öllum fannst gott að vera sameinuð á ný. Magdalena komin með tvær vinnukonur í munninn og tekur smá agression köst í tilefni af því. Var frekar mikið þotuþreytt í gærkvöldi og grét mikið sáran þar til hún loks lognaðist út af. Var síðan með kvebba og smá kommur í nótt, svona ferðalag tekur á þegar maður er bara tæplega 4 mánaða! Það var því mikill kósýdagur hérna heima í dag. Myndavélin var auðvitað á lofti alla ferðina og nú fer maður að stimpla sig inn í 25% vinnu í myndvinnslu til að ná að dekka allan apríl mánuð en hann hefur verið mjög viðburðaríkur. Síðan hefur breyst eins og sjá má og því miður lítur út fyrir að öll gömul komment hafi glatast nema þau leynist einhvers staðar í kerfinu en ég þarf að læra betur á þetta. Nú er allaveganna hægt að kommenta og væri gaman að einhverjir af þeim 72 sem stoppuðu við í dag myndu gefa lítið kvitt þó svo að síðan sé að mestu tilkomin fyrir mig sjálfa. Þessi færsla er sú fyrsta sem ég skrifa á ipadinn okkar en því hefði ég aldrei nennt nema fyrir tilstilli lyklaborðsins sem ég hef núna fyrir framan mig. Þannig að þið eruð löglega afsökuð sem eruð með ipad og nennið ekki að skrifa, þið hin hafið enga afsökun! Gestabloggurunum þremur fyrir ég kærlega þakka fyrir velunnin störf en sá fjórði fékk því miður aldrei lykilorðið sent sem skrifast á mig en ég lofa að hann fær að komast að von bráðar!

2 ummæli:

soley sagði...

heima er best! en köben er næstbest :)
ég tók sex þvottavélar í gær, magninnkaup og megatiltekt og nú er allt að komast í rútínu.
óli tók vagninum fagnandi, ætlaði reyndar að byrja með eitthvað 40 mín. nöldur þannig að það þurfti að taka 10 mín. ruggið.
ég vona að mallan hristi þessa slæmsku af sér þegar tennurnar eru komnar almennilega í gegn.
við óli söknum ykkar strax! xxx sóley

arna sagði...

lesi lesi og kvitti kvitti