þriðjudagur, apríl 10, 2012

Fallegasta krútt í heiminum (eins og Ára segir um systur sína)


Lena var plötuð í smá myndatöku seinnipartinn í gær hjá Grétari nágranna
Komin með þokkalega "gamlakallaklippingu" með smá hanakambsívafi


Fyndinn svipur!

Báðar systurnar fóru á sundæfingu í dag og eru miklir kafarar. Lenu dýft átta sinnum í kaf en fyrir þennan tíma hafði hún aðeins prófað það einu sinni. Var líka gjörsamlega búin á því eftir á! Ára syndir yfir alla laugina eins og ekkert sé og dýfir sér í kaf.