Jú ég er í vetrarfríi sem er of gott til að vera satt. Útsofelsi í fimm heila daga! Mikið verður það næææs og kærkomið. Var að koma af "djamminu" ef svo má segja...skelltum okkur nokkrir kennarar á bar kenndan við 101 og átum saman. Fínn staður og mæli með honum, góður matur og lítill sem enginn reykur, fékk mér reyndar óáfengan Mohito og borgaði ekki nema 800 kr. fyrir hann! Hvað er það...
...skiptir samt kannski ekki máli því ég fékk tvöfalt útborgað í dag. Var að byrja á fyrirframgreiðslu og þá virkar þetta svona í kennarabransanum, þetta gerist nú samt væntanlega bara einu sinni á ævinni nema auðvitað að maður skipti mjög ört um vinnustað og taki sér pásur á milli! Sem gerist væntanlega í mínu tilviki þegar við flytjum vonandi til Parísar...
En að öðrum málum, ég mætti í Trilogiu peysunni í vinnuna í dag og við Andri tókum smá veðmál í morgun um hversu mörg komment ég fengi á hana (þið munið þetta er peysan sem ég fékk frá honum í jólagjöf í fyrra og fannst ég fyrst eins og rjómaterta í henni en þurfti bara að venjast!) en ég fékk 10 athugasemdir, allar jákvæðar og ein var á þá leið hvort að ég væri á samning við einhvern hönnuð...ég tók þessu öllu með þakklæti enda búin að vera á leiðinni í þessari peysu í þónokkurn tíma!
-Góðar stundir-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli