Tók smá powershopping í dag...
að vísu meira svona til að hjálpa Ruth vinnufélaga mínum en hún er einmitt nýútskrifaður kennari eins og ég, ólétt og lágvaxin. Við eigum því ansi margt sameiginlegt þessa dagana og markmiðið með þessari ferð að finna óléttuboli á hana enda ég komin með ansi góða reynslu í þeim málum. Ég var þvílíkt stabíl, einn geisladiskur (mjög góður með Möggu Stínu), ein jólagjöf og svo laumaðist einn hlýrabolur ofan í pokann...
þangað til ég fann gorgeous ullarkápu, hægt að vera feit í og grönn, tilvalin kápa og verður lífstíðareign. 15000 kall og þetta var slegið. Get samt mögulega skilað henni innan 30 daga en það gæti orðið hægara satt en gert...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli