þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Nokkar vangaveltur eftir Innlit/útlit í kvöld...

Svartar jólskreytingar? Svartar fjaðrir og bara að þora að vera með soldið svart um jólin! Einmitt! Púff segi ég nú bara, rautt rautt rautt. Sá sem heldur því fram að svartar jólskreytingar komi með jólaandann getur bara étið já...Þetta er hátíð ljóss og friðar en ekki svartnættis!

Svartar eldhúsinnréttingar nje...

Stálstigi með glerþrepum...hvað er það?

Smá innlit inn til fólks sem er með gamalt hjá sér og svona eiginlega reynt að afsaka að það sé með svona gamalt hjá sér...

Stjörnubjartur veggur með ljósleiðurum og akkúrat stjörnurnar eins og þær voru daginn sem hjónin kynntust! Æj ég veit ekki...

Svakaleg ljósakróna sem er eftir einhvern trylltan ítalskan hönnuð og var bara gerð í fimm eintökum...já!

Box til að geyma matvæli í með talnalás og borvél! Spurning um að leggja það á sig fyrir tvær appelsínur...

Svo við gleymum nú ekki lykilsetningunni: Það eru þessir díteilar sem að meik the difference! Rústaði hjarta íslenskufræðingsins:)

Eina sem ég fílaði í þessum þætti voru barbapabbafígúrurnar, heimilið hjá dansaranum og að sjálfsögðu Potato hanskarnir sem eru án efa jólagjöfin í ár!

Annars var gaman að sjá eina lillu úr Laugalæk að gera upp herbergið sitt...

Ég er greinilega ekki inn í dag!
Kannski bara smá púki í mér í kvöld:)

Engin ummæli: