sunnudagur, nóvember 05, 2006
Ég er að taka heimadag í dag...
Letidagur þar sem ég fer ekki út úr húsi nema í ítrustu neyð!
Set samt alveg í vél og skipti á rúminu, legg mig síðan ef ég vil, les bók, hlusta á góða tónlist og byrja að huga að jólunum. Það er soldið snemmt ég veit það en ræð ekki við mig. Verður eitthvað sérstakt við það að vera ekki í skóla í fyrsta skipti á ævinni í desember.
Hlakka óstjórnlega mikið til að jólskreyta og pakka inn gjöfum og setja upp mitt eigið jólatré í fyrsta skipti.
Veðrið lét aldeilis finna fyrir sér í nótt, vaknaði við grein að slást í rúðu og barn að sparka í maga! Var líka sárlega hungruð um fimmleytið og fór fram úr og fékk mér morgunkorn, las svo aðeins í bók og lagði mig aftur. Skrýtið að vakna svona á nóttinni en notalegt samt þ.e. ef maður getur sofið út...
Best að halda áfram að hafa það notalegt:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli