þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Ein komin með draumarugluna á hæsta stigi!


Mig dreymdi svo fáránlegan draum í nótt að það er ótrúlegt. Dreymdi sumsé að ég og Andri værum búin að eignast strák sem var eins og snýttur úr nös á AFO, ekki reyndar í fyrsta skiptið sem mig dreymir það en það besta var að ég var ekkert viðstödd fæðinguna vegna þess að ég var í nuddi!


AFO sá alveg um þetta sjálfur og ég fékk bara að sjá myndir af honum að taka á móti barninu og klippa á naflastrenginn, þvílíkt stoltur með þetta allt saman! Ekki kom fram hvaðan barnið kom en það greinilega skipti ekki máli!


Síðan faldi pabbi minn drenginn inni í skáp því enginn mátti vita kynið fyrr en ég var búin að sjá hann og svo mætti ég þarna allt í einu og var komin með drenginn á brjóst og vissi einhvern veginn ekki neitt, kunni ekki neitt og átti ekki neitt. Þannig að við vorum svona að rúnta um bæinn, ég með barnið í fanginu í framsætinu, og redda hlutum sem við þurftum! Komum við hjá Adda og Ings og síðan skyndilega var ég komin í einhvers konar brjóstagjafakennslu til Láru supermom! Hahahahahahahah...ég vaknaði eiginlega hlæjandi...


Meira hvað maður getur verið klikkaður!

Engin ummæli: