"Hjallandra" kannski stelpa?Skyndilega erum við farin að hallast að því að "Hjallandra" (eins og sumir eru farnir að kalla hann!) sé jafnvel stelpa...veit ekki hvað veldur en nú erum við bara alls ekki viss! Eeenn það verður annað hvort...vonandi:)
AFO sagði samt áðan að hann sæi frekar lítinn strák fyrir sér hlaupa hérna um á Kambó en hefði samt tilfinningu fyrir að þetta væri stelpa, ég verð nú bara að viðurkenna að ég sé bara ekki fyrir mér að það verði skyndilega eitthvað barn hérna, finnst þetta voðalega fjarlægt eitthvað...
Ég fékk að heyra það í vinnunni í dag að ég væri algjör skipulagsfrík, ég tek nú bara eitt kvót frá Lottó og segi: Ekki segja mér draugasögu í björtu! (elska þegar Lottó tekur þetta). Ég tek bara alltaf að mér einhverja skipulagningu enda finnst mér það gaman, flokka, raða og flokka, raða aftur og skrifa niður og punkta og setja upp í skjal o.s.frv.
Ég er samt ótrúlega meðvituð um það að allt svona skipulag fer stundum í rúst en mér finnst bara betra að hafa það til staðar!
Set inn eina mynd síðan um helgina, svona verður þetta á Kambó í des, ekta heitt súkkulaði, smákökur og flatkökur með hangikjöti. Sía, Selma og fleiri í prófum, ekki vera feimin við að droppa við í smákökur og með því:)
Tók skype maraþon í kvöld...Regína, Ála, Sóley, hvar voruð þið?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli