sunnudagur, nóvember 19, 2006


Ég er svoooo fegin hvað ég svaf vel í nótt því ég hélt að ég væri orðin þreytt og bakveik ólétt kona...


En svo var ég það bara alls ekki heldur þurfti bara að snúa dýnunni við, var bara komin of mikil dæld í hana. Allt annað líf skal ég segja ykkur. Það gat heldur ekki verið annað, ég er ekki að fara að taka að mér einhverja svona bakverki!


Ég og BJ-Arna tókum maraþonspjall í gær. Byrjuðum á Vegamótum, færðum okkar svo yfir í Hagamelsísbúðina og enduðum svo hérna á Kambó. Áður en við vissum af var klukkan að ganga fjögur og allt á kafi í snjó! Takk fyrir kvöldið:)


Ég fékk meil frá AFO í gær, hann fór á fyrirlesturinn með Badiou og viti menn þar var mættur enginn annar en Zizek! Ótrúlegt að hann skildi ná að hitta hann og spjalla aðeins við hann. Það vantar bara Megas þarna til að fullkomna þrennuna: Dylan, Zizek, Megas:)
Mikið er nú huggulegt að sitja uppi í rúmi og hafa það kósý í snjónum, spurning að skella sér kannski út seinna í dag og gera nokkra snjóengla...
Har det brav!

Engin ummæli: