miðvikudagur, nóvember 08, 2006


Ég setti mig í foreldragírinn í dag...

og held að ég hafi bara spjarað mig nokkuð vel í þeim 23 foreldraviðtölum sem ég tók, talaði tæpitungulaust frá 8-15 með 15 mín. pásu! Enda hefur það ekki reynst mér erfitt að tala hingað til:)

Foreldrarnir ánægðir með litlu kennarastelpuna og kennarastelpan ánægð með alla þessa frábæru foreldra, úff hvað er samt erfitt örugglega að vera foreldri og fara í svona viðtöl og taka á ýmsum málum og bla bla bla...en þetta ætlar maður að leggja út í!

Annars var fjórða bumban að koma út úr skápnum í dag á vinnustaðnum. Veit ekki hversu ánægðir stjórnendur skólans eru með mig að hafa startað þessu öllu saman en það lítur út fyrir að einhver faraldur sé farinn af stað...

farin á Grænan...

Engin ummæli: