mánudagur, nóvember 06, 2006

Mikið er gott að ná einhvern tímann þeim markmiðum sem maður setur sér...

Ég setti mér nokkur markmið fyrir daginn í dag en ég vissi að ég þyrfti að vinna aðeins þó ég væri í vetrarfríi. Mig langaði samt að reyna að slappa eins mikið af og mögulegt væri! Ég ætlaði mér að klára:

  • Verkefni sem ég átti eftir að undirbúa fyrir morgundaginn
  • Áætlun fram að jólum í náttúrufræði
  • Laga og prenta út málfræðihefti
  • Undirbúa foreldradag
  • Klára bækling

Alltof mörg markmið eins og alltaf og ég næ aldrei að standa við það sem ég set mér fyrir en viti menn þrátt fyrir að hafa sofið út, farið í kíró, hitt Rögnu og slappað af náði ég þessu öllu plús áætlun í stærðfræði...allt útprentað og ljósritað fyrir alla!

Mikið er ég glöð og stefnan er sett á Borat í kvöld með Björnu og AFO...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

These goods may be purchased in sets with
their own holder for twenty to thirty dollars. A number with the ideal Stainless Steel Cookware Set will
even use magnetic stainless aluminum, which helps make it best cooking products for
folks who hold the latest induction cooktops.

Here is my web blog: Best Cookware Set