mánudagur, nóvember 13, 2006

Jæja alltof stutt helgi að baki...

Þurfti reyndar að vinna í gær frá 1-6 þannig að það stytti helgina svo um munar. Ég er alltaf að reyna að flýta fyrir mér ef ég yrði skyndilega ofur þreytt eða slöpp eða whatever...gengur ágætlega svo sem. Stutt í jólafrí, einungis fimm vikur eftir af almennri kennslu og þessi vika meðtalin. Tíminn flýgur áfram!

Fórum í mjög skemmtilegt innflutningspartý hjá Buffhrútnum og frú um helgina og var íbúðin hreint út sagt stórglæsileg, vel að verki staðið Daði. Ég get einmitt ekki beðið eftir að Andri taki eitthvað svona rými í gegn fyrir okkur;)

Loksins þegar við komum okkur af stað kíktum við til Panic Penó á Lindargötuna og Bjöggi hélt uppi stemningu með ýmsum partýhlutum...

Vikan er stútfull af prógrammi:
  • Andri fer til NY á mið og ég öfunda hann pínu en veit að hann kemur hlaðinn gjöfum heim þannig að ég þarf ekki að örvænta.
  • Miðvikudagskvöld, HDW+RÓ hittingur, alltof langt síðan síðast þannig að það lítur út fyrir að það verði stíf dagskrá
  • Fimmtudagur, Kvennóhittingur á Kambó hjá mér...
  • Föstudagur, loksins pantaði ég mér í Hreinsunardekrið sem AFO gaf mér í afmælisgjöf. Mæti í Laugar 16:30 og verð í tveggja tíma prógrammi og slaka svo á í potti...
  • Laugardagur, Don Ruth til Mineappolis og ég búin að panta aðeins í GAP og Victoria sem hún kemur með heim:) Arna er ekki síðan tilvalið fyrir tvær grasekkjur að eyða kvöldinu saman?
  • Sunnudagur...æj vá ekki meira plan!

Þannig að þetta verður góð vika og ég aðeins byrjuð að huga að komu krílisins gegn vilja mínum en maður verður víst að huga að einhverjum hlutum og hverju breytir það svo sem? Maður er bara svo skelfilega hjátrúarfullur!

Alltof langt hjá mér, afsakið...

tjuss

Engin ummæli: