Skáldalaun
Ég kaus að fara aðra leið.
En talaðu samt ekki
um gamlan, bitran mann
fyrirlitinn, misskilinn, gleymdan.
Ég var á hæstu launum
sem þessi heimur getur greitt:
Gleðinni yfir að skapa.
Gleðinni yfir að hafa storminn í fangið
og sjá mótvindinn dreifa fræjum mínum
um jörðina.
Gleðinni yfir að elska.
Gunnar Dal. Maður og jörð,1998.
Skemmtilegt ljóð vikunnar frá Ljósálfi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli