fimmtudagur, nóvember 23, 2006


Litla krílið heldur ekki bara vöku fyrir mömmu sinni á nóttunni...


heldur leyfir það pabba sínum líka að finna aðeins fyrir sér!


Lá sem sagt eitthvað aðeins of klesst við AFO þannig að hann fann fyrir spörkum í bakið, hann skildi ekkert í því hvernig ég gæti sofið fyrir þessu...enda get ég það ekki alltaf:)


Eins og í fyrrinótt þegar ég var mætt í flatkökur með hangikjöti klukkan fimm um nóttina og skellti mér svo í bað því ég var eiginlega bara alveg vöknuð, asnaðist svo til að leggja mig aðeins aftur í klukkutíma sem var ekkert svo sniðugt því þá var ég svo rosa þreytt í vinnunni....


Annars er ég hressari en nokkru sinni!


Ætla baka eina sort á morgun og piparkökur á laugardaginn - það verður því hægt að mæta í smákökur og kakó á Kambó von bráðar!
Góða helgi! (eiginlega komin helgi)

Engin ummæli: