fimmtudagur, nóvember 02, 2006


Oh hvað þetta er ljúft...

Vaknaði bara snemma enda með mesta sinadrátt í Evrópu í hægri ökkla! Las blöðin uppi í rúmi, sit núna og gæði mér á Honey Nut og hlusta á Litlu fluguna á rúv:)

Skemmtileg grein um silfurskottur aftan á Fréttablaðinu, gott að fleiri en ég eru uppteknir af litlum skordýrum. Gaman líka hvað maður fær allaf að fylgjast með fjórburunum frægu. Ég man vel þegar þær byrjuðu í skóla, fermdust og nú eru þær skyndilega orðnar sjálfráða! Greyin fá alltaf grein um sig í blöðin með jöfnu millibili. Reyndar stórmerkilegt allt saman...ég býð ekki í það ef ég væri með fjóra krakka inni í mér, finnst þessi eini alveg nóg!

Annars fyrir þá sem eru að velta fyrir sér greinum um AFO í blöðunum um að hann sé að byrja aftur í boltanum þá eru þær ekki á rökum reistar. Hann er ekki að fara að byrja aftur.

Myndin er fyrir Möggu mína ástsælu vinkona í Berlín:)

Engin ummæli: