Celeb Laugar og Linda litla...
Skellti mér loksins í hreinsunardekrið sem AFO gaf mér í afmælisgjöf og það var enginn smá pakki!
Ég mætti galvösk með sundbolinn minn og byrjaði á því að fara í Baðstofuna í heitan saltpott og gufur sem ég rétt kíkti inn í enda ekki mælt með þeim fyrir bumbur. Lallaði svo þarna um svæðið í sloppnum mínum og leið eins og hálfgerðum lúða í gamla þvælda adidas sundbolnum mínum innan um Arnar, Bjarka, Garðar Gunnlaugs og Sveppa. Ég var svona meira eins og "ein úr Tungunum", alltaf óþægilegt þegar maður þekkir ekki inn á svæðið. Var síðan bara farin að bíða eftir að komast í nuddið og sat með lappir ofan í einhverjum vaski.
Síðan hófst meðferðin en fyrst þurfti ég að skella mér í g-strengs brækur sem voru svona eins og þunnt pungbindi. Ef ég hefði drullast til að mæta smekkleg í bikiníi hefði þetta verið óþarfi ennnn hvað um það. Tyrkneskri olíu var skrúbbað á mig bak og fyrir og skolað af með volgu vatni. Því næst tók við klukkutíma heilnudd ahhhhhhhhh, yndislegt alveg hreint.
Þegar ég var að fara út fylgdi nuddarinn mér síðan aftur inn á baðstofuna og sagði að maturinn væri að verða tilbúinn, ég myndi bara hafa það huggulegt á meðan! "Maturinn" hugsaði ég, var einhvern matur inni í þessu, AFO minntist ekkert á það! En þá var borið á borð dýrindis tortilla með allskyns grænmeti og boðið upp á rautt og hvítt með (sem ég afþakkaði pent í þetta skiptið). Þarna sat ég svo eins og prímadonna í sloppunum mínum og las slúðurblöð, hefði að vísu getað tekið svona 1/3 af þeim sem voru í blöðunum á tal enda lítur út fyrir að "elítan" á Íslandi eyði föstudagseftirmiðdögum í Spainu í Laugum!
Mér leið samt smá eins og ég væri utan af landi enda meira vön litla krúttlega Baðhúsinu mínu en þetta var alveg geggjað. Ég var ekki alveg að fatta pumpuna á sápunni í sturtunni en það kom eftir nokkrar pælingar, síðan þorði ég ekki að leggjast á einhverja bekki ef þeir væru kannski ekki til að leggjast á!
Ef einhvern langar að fara í þetta þá er ég allaveganna orðin reynslunni ríkari og þekki aðeins betur inn á umhverfið...og muna að vera í bikiníi! Regla númer eitt!
Fín byrjun á helginni.
Fékk meil frá AFO áðan (það gerist nb. aldrei!) og reyndar símtal í kjölfarið, hann skemmtir sér vel í NY, búinn að fara á Dylan tónleika og er á leið á Badou fyrirlestur. Óskar þess að hafa meðbyrinn sem ég og Sóley höfðum í búðunum og talaði um að hann kæmist ekki nálægt því að eyða 30.000 kalli á dag eins og við gerðum!
Góða helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli