föstudagur, júní 29, 2012

Ritarinn hefur ákveðið að taka sér tak í skrifum í vefdagbókinni á myndasíðunni okkar www.123.is/agustarut og áætlar nú að lágmarki að skrifa mánaðarlega pistla þar. Hvað varðar skyndilinduna verður bara að koma í ljós hverju hún kemur í verk en hún er til alls vís þegar hún tekur sig til!

sunnudagur, apríl 29, 2012

Mamma 50 ára og Magdalena 4 mánaða!


Ansi stór dagur í dag þegar hún móðir mín náði þeim merka áfanga að verða 50 ára. Hún og pabbi eyddu honum í Prag í bongó blíðu þar sem mamma æfði sig á nýja ipadinn sinn:) Mamma er náttúrulega alveg ótrúleg kona, með eindæmum fórnfús, hógvær og yndisleg. Ég er enn að hringja í hana daglega verðandi þrítug á árinu,  stundum bara til að láta hana vita hvað ég er að gera en oftar en ekki til að ráðfæra mig við hana og þá á hún alltaf einhver góð ráð í pokahorninu. Þessu kem ég til með að halda áfram um ókomna tíð. Mamma er svo hjálpsöm, skilningsrík og góð alltaf hreint að það er eiginlega ótrúlegt - hún er mín fyrirmynd þegar kemur að móðurhlutverkinu - til hamingju með daginn elsku besta mamma mín:)


Kannski örlítið minni áfangi en þó stór í augum okkar foreldranna, að verða 4 mánaða. Magdalena hefur heldur betur náð stórum áföngum á þessum fyrstu 4 mánuðum lífs síns og tók sig til í tilefni dagsins og velti sér af baki yfir á maga í fyrsta skipti en hefur farið þónokkrum sinnum hina leiðina. Henni tókst líka að ryðja upp tveimur tönnum og er búin að ferðast til Kaupmannahafnar. Hún er yfirleitt nokkuð meðfærileg en skapstór að sögn föður hennar. Ef hún reiðist verður hún reið og þarf tíma til að ná sér niður áður en hægt er að tjónka við hana. Er yfirleitt að sofna um níuleytið á kvöldin og kann vel við að fara inn í herbergi í kósý milli átta og níu, drekka vel og mikið og hlusta síðan á umhverfishljóðin sín áður en hún sofnar. Síðan er hún að drekka að meðaltali 2-3 sinnum yfir nóttina, yfirleitt aldrei fyrr en tvö í fyrsta lagi, stundum seinna og svo undir morgun. Er búin að vera frekar kvefuð eftir ferðalagið, stífluð og með lekandi augu og hósta en virðist ætla að hrista þetta af sér. Hún er farin að veita umhverfi sínu mikla athygli, búin að þjálfast í að halda á hlutum og grípa í. Finnst stóra systir langskemmtilegust og fylgist með öllu sem hún gerir. Yfir daginn tekur hún þrjá lúra. Fyrsta um tveimur tímum eftir að hún vaknar og hann er yfirleitt lengstur, síðan annan styttri og loks einn powernap seinnipartinn. Vakir síðan í svona þrjá tíma fyrir nóttina. Er dugleg að súpa og verður spennandi að sjá hvernig hún bregst við graut og fleiru þegar þar að kemur - vonandi fetar hún í fótspor systur sinnar sem sagði ummummm við hverrri skeið sem rataði í munninn.

Á myndasíðunni eru síðan brakandi ferskar apríl myndir - gott ef þær hlaupa ekki á tveimur hundruðum!

fimmtudagur, apríl 26, 2012

Skyndilindan back to business... Eftir afar viðburðaríka og skemmtilega daga í Köben er ég komin heim og strax farin að þvo fjöll af þvotti, skipuleggja og gera og græja ýmislegt. Klónin mín tóku vel á móti hinum klónunum og öllum fannst gott að vera sameinuð á ný. Magdalena komin með tvær vinnukonur í munninn og tekur smá agression köst í tilefni af því. Var frekar mikið þotuþreytt í gærkvöldi og grét mikið sáran þar til hún loks lognaðist út af. Var síðan með kvebba og smá kommur í nótt, svona ferðalag tekur á þegar maður er bara tæplega 4 mánaða! Það var því mikill kósýdagur hérna heima í dag. Myndavélin var auðvitað á lofti alla ferðina og nú fer maður að stimpla sig inn í 25% vinnu í myndvinnslu til að ná að dekka allan apríl mánuð en hann hefur verið mjög viðburðaríkur. Síðan hefur breyst eins og sjá má og því miður lítur út fyrir að öll gömul komment hafi glatast nema þau leynist einhvers staðar í kerfinu en ég þarf að læra betur á þetta. Nú er allaveganna hægt að kommenta og væri gaman að einhverjir af þeim 72 sem stoppuðu við í dag myndu gefa lítið kvitt þó svo að síðan sé að mestu tilkomin fyrir mig sjálfa. Þessi færsla er sú fyrsta sem ég skrifa á ipadinn okkar en því hefði ég aldrei nennt nema fyrir tilstilli lyklaborðsins sem ég hef núna fyrir framan mig. Þannig að þið eruð löglega afsökuð sem eruð með ipad og nennið ekki að skrifa, þið hin hafið enga afsökun! Gestabloggurunum þremur fyrir ég kærlega þakka fyrir velunnin störf en sá fjórði fékk því miður aldrei lykilorðið sent sem skrifast á mig en ég lofa að hann fær að komast að von bráðar!

þriðjudagur, apríl 24, 2012


Gestabloggari nr. 3
Eftir listilega takta fyrri gestabloggara og hnyttni í hverju orði fékk gestabloggari nr. 3 smá sviðsskrekk og varð svo lítill í sér að það tók hann þrjú kvöld að peppa sig upp í blogg.
Eftir æðislegar stelpustundir var komið að því að kveðja seinni íþróttasleggjuna. Rexið kom reyndar með litlumömmunum í ungbarnasund á sunnudagsmorgninum en lét það vera að bæta sér í "Hjólin á strætó"-kórinn og tók bara ME time með powersturtu og túrbógufu á meðan hinar tvær  hoppuðu og híuðu yfir "afrekum" sundkappanna. Eftir sundið varð Skyndilindan að fylla á hittingakvótann enda bara algjört lágmark að hafa fimm plön á dag, svo að þær mæðgur skunduðu út í Tårnby að hitta Helgu og Per.
Um kvöldið eldaði Kobbi fyrir konurnar sínar tvær og var svo stefnan sett á rauðvín, súkkulaði og góða bíómynd. Möllumúsinni fannst það vera svona heldur mikið splæs og ákvað að ryðja upp tönn númer tvö, með tilheyrandi pirringi og óværð. Eftir nokkra færeyska hringdansa og aðrar redderingar komst hún loksins í ró og tilraun tvö á vídjókvöld hófst. Passlega fimm mínútum eftir að myndinni var hleypt í gang vaknaði Mammoni-inn á heimilinu og krafðist þess að fá túttu ekki seinna en strax, þannig að Sóley stimplaði sig inn á næturvakt. Aðrir heimilismenn fylgdu í kjölfarið.
Á mánudeginum skveruðu mömmurnar sér í bæinn og voru ekki lengi að sjoppa það sem hugurinn girntist, þrátt fyrir að vera með tvö undir eins árs á kantinum. Þau eru nú algjör ljós þetta litla par.
Þrátt fyrir bæjarferðina voru Zero-dagar virtir og bara ítrustu nauðsynjar keyptar.
Um kvöldið voru börnin samvinnuþýðari svo að þrenningin gat tekið maraþonspjall um lífið, tilveruna, innanhúshönnun, barnauppeldi og fleira.
Þriðjudagurinn var kósýdagur, veðrið var yndislegt og mömmurnar héldu sig bara á Amager. Óli tók smá gestalæti fyrir Lindu, var alltaf mættur á kantinn að sníkja mat hjá henni en fussaði og frussaði þegar Sóley bauð honum eitthvað. Hann tók svo bara puttadansinn og rassadillið þess á milli með svo miklum tilþrifum að Linda var farin að gráta úr hlátri. Lena hin síkáta kunni líka að meta fíflalætin og hló og hló.
Eftir hádegi ákvað Skyndilindan að krydda aðeins tilveruna og maxaði sig í stórum Latté á Riccos. Seinnipartinn var svo aftur hóað í góðan kvennahóp og það var aldeilis kátt í höllinni þegar fimm konur og fjögur börn voru saman komin í 20 fm stofunni.
Þetta er búin að vera frábær ferð - Magdalena algjört fyrirmyndarbarn og ekki mikið fyrir henni haft. Þrátt fyrir það er kominn smá heimferðarsperringur í þær mæðgur og þær sakna óneitanlega klónanna sinna á klakanum.

laugardagur, apríl 21, 2012

Gestabloggari nr.2
Dagurinn í dag byrjaði snemma.... Skyndilinda og skyndilena vöknuðu kl.7 og fengu sér að drekka, á meðan að aðrir gestir Ungarnsgade stungu töppum í eyrun og snéru sér við í sófanum.. Mæðgurnar voru massa sáttar að geta sofnað aðeins aftur eftir drykkinn, eða til kl.9.. þá vöknuðu allir (nema Sóley fékk að lúlla lengur).. Góður breggi sem samanstóð af Frooshi og maltbrauði var tekinn og síðan fengu skvísurnar fjórar sér göngutúr (Linda, Magdalena, Sóley og Ragna). Það hellirigndi í göngunni, en sólin byrjaði að skína um leið og við stigum inn... Þá ákváðu "Litla" og "Stóra" að gera vel við sig og fá sér eins og einn "Latte" og meððí sem endaði í tvöfaldri gulrótarköku og massífu spjalli.. Eftir stutt stopp á Ungarnsgade fór Sóley með í kaffiferð nr.2 því lille og störe fengu ekki nóg eftir fyrsta bolla.. Þetta endaði í því að koffíneinkenni komu fram hjá Skyndilindu, sem var farin að tala í formi fyrirlesturs, með handapati út um allt og ófyrirséðum hlátursköstum og miklu stuði..
Magdalena fékk stuðið frá múttu, en hún er enn vakandi og í miklum ham.

Dagur er að kvöldi kominn og nú eru sex skvísur að spjalla og hafa það gott í kóngsins köbenhávn.

xxx



föstudagur, apríl 20, 2012

Gestablogg nr. 1

Gestablogg nr. 1

Ég er ekki frá því að það sé komið meira vor á Íslandi en hér í köben. Annars er allt gott að frétta héðan. Óli steinsefur á bringunni á Kobba. Hann er greinilega mjög sáttur að vera kominn heim til pabba síns. Malla er aðeins "Jetlagged" eftir fyrstu flugferðina sína en virðist kunna nokkuð vel við sig í nýju landi. Vindsængin er komin fram í stofu enda aldrei verið jafn margir næturgestir hér á Ungarnsgade síðan Kobbi og Sóley fluttu inn.

fimmtudagur, apríl 19, 2012

Kóngsins Köben...

Á morgun höldum við Magdalena til Köben í þeim tilgangi að "fylgja" Sóley og Óla heim:) Og auðvitað líka til þess að eiga yndislegar stundir með góðum vinkonum en Rexin mín tvö Ragna og Regína verða líka á svæðinu svo næstu fimm dagar lofa mjög góðu. Tvö ungabörn með ólíkar þarfir kalla líka á að það verður ekkert mikið um plön - ekkert excel skjal eins og var sælla minninga þegar við Sóley fórum saman til NY 2005 heldur munum við væntanlega bara halda áfram í mömmó-leiknum sem við byrjuðum í fyrir rúmum 20 árum!

Þetta verður góð tilbreyting frá því að taka til og þvo þvott alla daga. Sem verður efni í færslur eftir að ég kem heim, er bókstaflega að drukkna í fötum!

Ég vona að ég fái að lauma mér í tölvu þarna úti svo ég geti reynt að fylgja markmiðinu eftir, hef aðeins klikkað en stefni á að ná þessu að mestu leyti. 

þriðjudagur, apríl 17, 2012

Í fæðingarorlofi gefst svo mikill tími til að hugsa að ég er hálfpartinn komin í tilvistarkreppu. Litla diplómatíska, íhaldsama og óákveðna vogin má ekki ekki hafa of mikið pláss í kollinum á sér því þá fer hann á flug! Það er svo ótalmargt sem við langar að gera en ég hef ekki hugmynd um í hvaða röð er best að framkvæma það. Og þegar stórt er spurt verður oft afar fátt um svör. Held ég þurfi að panta mér starfsþróunarsamtal:)

sunnudagur, apríl 15, 2012

Fjórar dömur og þrír litlir Mammoniar í bústað...

 ...er dásamleg skemmtun og endurnærandi, ég er ekki frá því að ég hlakki bara til að fara að þrífa baðherbergið hérna í fyrramálið! Krakkarnir til fyrirmyndar, vissum ekki af eldri tveimur sem sváfu saman í koju báðar næturnar og léku sér endalaust. Magdalena fílaði bústaðinn vel og kunni vel við sig í afslöppuninni í sveitinni. Borðuðum fáránlega góðan mat og dekruðum við okkur með góðu víni og eldri Mammoniarnir tveir voru duglegir að tríta sig með Hendrix. Við erum strax farin að skipuleggja næstu ferð og það skemmtilega við hana er að þá munu stóru Mammoniarnir sjá um allt, innkaup og niðurpökkun - það verður vægast sagt fróðlegt en við Álfrún toppuðum okkur í þessari ferð og höfum aldrei verið með svona fullkomlega passleg innkaup:)

Ætli þetta verði ekki fastur liður svona fjórum sinnum á ári, einu sinni á hverri árstíð. Það verður líka stemning eftir svona tíu ár þegar við verðum komin með öll átta börnin okkar saman!


föstudagur, apríl 13, 2012

Það held ég nú!

Malla mús er bara komin með tönn! Og rétt náði því að verða þriggja og hálfs mánaða í gær. Mamma var búin að spá þessu, að hún yrði á svipuðum tíma og ég en mér skilst að ég hafi fengið mína fyrstu tönn fyrir 4 mánaða aldurinn. Hún fer því í sína fyrstu bústaðaferð um helgina heilli tönn ríkari:)
Obbobbbobb...skyndilinda að gleyma sér og klukkan orðin meira en tólf! En þessi dagur er ekki alveg á enda hjá mér svo þetta sleppur. Skaust í Víði að versla með Álfinum mínum, við erum nefnilega á leið í sumarbústað um helgina og við erum sko engir amatörar þegar kemur að því að versla fyrir svona ferðir. Mætum korter í lokun og klárum þetta á núll einni. Höldum okkur alltaf við sama "budgetið" og útbúum eðal matseðil fyrir heila helgi á Flúðum. Þessar ferðir okkar eru alltaf dásamlegar og ég get hreinlega ekki beðið eftir því að leggja af stað. Fyrsta skiptið í bústað með tvö börn, það held ég nú að Andri verði hress með farangurinn:)

Annars voru Flórída-amman og afinn að koma heim og þá eru alltaf jólin taka tvö hjá litlu ofdekruðu fjölskyldunni á L92. Ýmislegt fallegt sem rataði ofan í tösku hjá Don Ruth eins og alltaf og við erum ævinlega þakklát fyrir þetta allt saman. M.a. var ipad sem við AFO fáum í þrítugsgjöf og ég er komin með langan lista af spurningum varðandi þessa græju - á nefnilega margt ólært þeger kemur að eplinu.

miðvikudagur, apríl 11, 2012

Í dag fór ég og kenndi dans í þrjá klukkutíma. Það var mjög hressandi en líka erfitt. Maður er nefnilega ekkert í  vinnuformi þegar fæðingarorlof er annars vegar og þá er ég ekki að tala um að orlofið sé svona mikið frí heldur er það bara allt öðruvísi vinnuálag. Ég var allaveganna alveg dauð og nánast sofnuð með henni Magdalenu um hálf níu en reif mig á lappir og ætla að detta í góða ræmu með bóndanum - gef mér það samt að ég verði sofnuð  innan fimm mínútna en gefum þessu séns, gefum þessu séns.

Mér finnst mjög gaman þegar lesendur kvitta fyrir innlit, ég sé nefnilega alveg á teljaranum að hann tikkar svo einhverjir eru að lesa svo mikið er víst. Það er nefnilega alveg nóg eftir af þessu markmiði mínu en ágætt að apríl er bara 30 dagar!

þriðjudagur, apríl 10, 2012

Fallegasta krútt í heiminum (eins og Ára segir um systur sína)


Lena var plötuð í smá myndatöku seinnipartinn í gær hjá Grétari nágranna
Komin með þokkalega "gamlakallaklippingu" með smá hanakambsívafi


Fyndinn svipur!

Báðar systurnar fóru á sundæfingu í dag og eru miklir kafarar. Lenu dýft átta sinnum í kaf en fyrir þennan tíma hafði hún aðeins prófað það einu sinni. Var líka gjörsamlega búin á því eftir á! Ára syndir yfir alla laugina eins og ekkert sé og dýfir sér í kaf.

mánudagur, apríl 09, 2012

Pabbi snillingur!


Pabbi er ótrúlegur þegar kemur að tréverki, skil stundum ekki hvað hann er að gera þarna í bankanum (þó ég viti að hann er snillingur á þeim vígstöðvum líka) enda afbragðs trésmiður:) Þennan fallega skáp, hillu og símabekk smíðaði hann þegar hann var í Vogaskóla, já Vogaskóla! Man ekki betur en að ég hafi bara verið í því að brjóta blöðin í Laugarnesskóla þegar ég átti að saga eitthvað út!

Svava amma mín var alltaf með þetta heima hjá sér þegar hún lifði en við höfum haft bekkinn síðan við fluttum inn á Laugarnesveginn. Ég rak síðan augun í þennan skáp í geymslunni hjá pabba og fannst ómögulegt að hann væri ekki í notkun. Honum var því húrrað hérna upp í dag og það sem ég er glöð með þetta. Ekki bara af því að þetta er glæsilegt verk eftir hann pabba heldur líka því þetta minnir mig á yndislega góðar stundir sem ég átti heima hjá henni Svövu ömmu.

Nú get ég ekki beðið eftir að taka allar skúffur og skápa í gegn í öllum skenkum og ég sé fyrir mér að þessi skápur eigi eftir að nýtast vel til að geyma allskyns dót sem maður vill síður hafa uppi á borðum.

Farin að gera lista yfir það í hvaða röð allt verður tekið í gegn;)


sunnudagur, apríl 08, 2012

laugardagur, apríl 07, 2012

Góðir vinir


LA vinirnir flottir með stelpuskarann sinn - Alma, Magdalena, Ágústa og Agnes

Við fengum heldur betur góða gesti í dag, alla leið frá Uppsala. Og áttum með þeim fullkominn brunch, yngstu dömurnar tvær sváfu báðar í þrjá klukkutíma og þær eldri léku sér allan tímann inni í herbergi, komu svo aðeins fram og tóku nokkur vel valin dansspor við sænsk og íslensk Eurovision lög. Á meðan borðuðu foreldrarnir á sig gat og spjölluðu um heima og geima og þó það sé ansi langt síðan við hittumst öll saman var tilfinningin sú að þau hefðu bara verið hjá okkur síðast í fyrradag!


föstudagur, apríl 06, 2012

Föstudagurinn langi - í orðsins fyllstu!

Ára er búin að velta þessum föstudegi langa mikið fyrir sér og sagði nokkrum sinnum í dag að henni þætti þetta eitthvað svo skrýtinn dagur! Hún startaði honum náttúrulega á miðnætti með nokkrum tilheyrandi gusum og var meira og minna vakandi í nótt svo það er ekki skrýtið að henni hafi þótt þetta ansi langur dagur. Hún var samt svo fáránlega jákvæð og dugleg með þetta allt saman, sagði til að  mynda að það væri nú aldeilis gott að hún væri í fríi þegar hún fengi þessa gubbupest. Foreldrar hennar voru kannski ekki alveg jafn sammála með það en kunnu að meta þessa Pollýönnu sem hjálpar til í veikindum.

Kári Kaldal kom síðan með skemmtilegt komment í gær þegar við vorum að ræða þessa daga alla sama, hann vissi alveg hvað gerðist á föstudaginn langa og síðan sagði ég að dagurinn í dag héti skírdagur og það stóð ekki á svörunum: "Já einmitt, þá skírði Jesús alla vini sína". Ég tala alltaf um daginn sem Jesús borðaði síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum en Kári Kaldal er ekki svo vitlaus sbr. upplýsingar af vísindavefnum:

"Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun."


Hún yndislega Svava amma hefði orðið 102 ára í dag hefði hún lifað. Blessuð sé minning hennar.

Gubba og gefa

Nú klikkaði markmiðið heldur betur því rétt fyrir miðnætti þegar ég ætlaði að drita inn færslu dagsins á síðustu stundu byrjaði Ágústa Rut að gubba. Hún byrjaði að kvarta aðeins í maganum og ég hefði auðvitað átt að ná í skál strax en ekki hlaupa af stað þegar hún sagðist þurfa að gubba! Ég rauk á ljóshraða inn í eldhús og ætlaði að grípa stærstu plastskálina okkar og tók bara neðstu skálina, þegar ég kom inn í herbergi sá ég að ég var með pastasigtið okkar sem heldur náttúrulega engu gubbi! Og því fór sem fór, gubb út um allt bókstaflega, þurftum að taka rúmið í sundur því það fór í allar raufar. Hún stóð sig eins og hetja í alla nótt og gubbaði á klukkutíma fresti, við skiptumst á að hella úr skálum og setja kaldan þvottapoka á ennið á milli þess sem ég fór og gaf Magdalenu að drekka. Alveg megahressandi en við vonum að aðrir fjölskyldumeðlimir sleppi, efast samt um að gubbudrottningin ég sleppi en sjáum hvað setur.

Ég held bara að Ára hafi aldrei fengið gubbupest en ég var farin að hallast að því að hún væri eins og Gunna, gæti ómögulega gubbað;)

miðvikudagur, apríl 04, 2012

Forsetaframboð

Mér líst ákaflega vel á að hún Þóra ætli að bjóða sig fram til forseta. Það er eitthvað svo mikið varið í þessa konu. Ég á örugglega eftir að kjósa hana. Velti samt fyrir mér hvernig þessu verður háttað með litla barnið sem hún á að eignast, hvað bara í miðjum kosningum? Það gefur augaleið að verði hún kosin forseti getur hún ekkert bara byrjað í fæðingarorlofi og einhver leyst hana af;) Það hlýtur einhver annar að þurfa að sjá um barnið og þó að mér finnist ungbarnatímabilið langt því frá að vera skemmtilegasta tímabilið í lífi barns þá myndi ég aldrei fyrir mitt litla líf vilja sleppa því að vera þátttakandi hverja einustu mínútu.


Og síðan er hún með BA í heimspeki, þessir heimspekingar leyna nefnilega á sér;) Senda Andra bara í framboð eftir svona 10 ár, held ég sé alveg til í að prófa að vera forsetafrú!


Ég er með fullt af myndum á lager en af því að ég á það til að þjást af fullkomnunaráráttu og vil skrifa undir allar myndir um leið og ég set þær inn bíð ég aðeins með þetta en þær koma á næstu kvöldum.


þriðjudagur, apríl 03, 2012

Einn af þessum dögum...

...sem er best að enda á heitu og góðu baði. Byrjaði á fótapirring eldri dótturinnar upp úr fimm með tilheyrandi væli og pirring sem endaði þó á því að hún sofnaði aftur um sama leyti og hin gerði sig líklega til að vakna en var skúbbað á brjóst til að krækja í smá meiri svefn. Ég vil meina að Andri hafi kynnt þetta hugtak fótapirring fyrir ÁRU sem notar það óspart;) Ég náttúrulega þekki þetta ekki því ég óx aldrei neitt að ráði og fékk því aldrei neina vaxtaverki.

Síðan langar mig alveg að sjæna heimilið fyrir páskana og gera huggulegt en bara nenni því ómögulega og eyddi því deginum bara að heiman, alltaf gaman að hitta vinkonur mínar, spjalla og ekki skemmir fyrir þegar sushi og hvítvín er í boðinu. Verst að Lenublómið var ekki upp á sitt besta og sýndi allt annað en sparihliðina, kvartaði og laumaði mörgum framhjákúksprumpum sem örsökuðu í kjölfarið megaskitu í kvöld út um allt við mikinn fögnuð allra fjölskyldumeðlima:) Það getur bara ekki verið gott að vera með þetta inni í sér!


Andri vildi nú eigna sér heiðurinn af því að hafa bjargað þessu út hjá barninu með einhverju "cat walki" yfir magann eins og hann kallar það sem losaði síðan í kjölfarið risaprump eins og hann orðaði það. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega að fara bara aðeins í búð og ná í þriðjudagstilboð á Dominos, þið afsakið en þó ég eigi svona góða potta þá var eldamennska ekki efst á To do listanum eftir þennan dag:)


En nú er það baðið sem kallar og vonanadi verður þetta spriklandi góða vor og veður áfram yfir páskana!

mánudagur, apríl 02, 2012

Happy mornings!

Ég leyfi Áru stundum að mæta seinna á mánudagsmorgnum. Það eru náttúrulega viss forréttindi að vera í fæðingarorlofi og hafa allan heimsins tíma og þurfa ekki að vera á hlaupum. Andri vill skapa svona "happy mornings stemningu" en hún felur samt oft í sér að hann mætir of seint sem er auðvitað alls ekki nógu gott. Ég held samt að morgnarnir hjá okkur séu bara nokkuð hamingjuríkir. Við erum öll frekar morgunglöð og eigum auðvelt með að vakna, fyrir utan Magdalenu sem þarf soldið að jafna sig svo hún mun eflaust ekki eiga auðvelt með að setja sig inn í happy mornings prógrammið en sjáum hvað tíminn leiðir í ljós.

 
Í morgun leyfði ég Ágústu Rut að mæta seinna, þá röltum við bara af stað rétt fyrir hálf tíu því ég mæti í kerrupúl kl. tíu. Hún vaknaði heldur snemma miðað við venjulega eða um sjöleytið og var hálf þreytt svo ég bauð henni í smá kúr með mér og M. Sem gerði það að verkum að við sofnuðum allar aftur til 8:40. Nú voru góð ráð dýr, allar þurftu að borða og fara í föt á núll einni svo ég myndi ná púlinu mínu. Að þessu sinni var hamingjan og gleðin í fyrirrúmi og Áran megahress og allt gekk eins og smurt og við hlupum saman út á leikskóla. Ég held að birtan og frábæra veðrið sem einkenndi daginn hafi haft mikið að segja þennan hamingjuríka morgun sem teygði sig síðan í vera bara ansi hamingjuríkur dagur - áfram birtan og góða veðrið!

sunnudagur, apríl 01, 2012

Ég hef ákveðið að skora aðeins á sjálfa mig, mér finnst alltaf gaman að taka áskorunum og vinna að einhverjum skemmtilegum markmiðum og vegna áhrifa frá henni Agnesi sem er vinkona hennar Láru ætla ég að blogga daglega í apríl mánuði!

Ég og Agnes þekkjumst nú ekki ýkja mikið nema fyrir tilstilli hennar Láru en við hittumst iðulega í afmælum hjá henni og síðan hef ég lesið skrif hennar í dágóðan tíma. Fyrst á barnalandinu og núna á blogginu hennar þar sem hún hefur ákveðið að setja sér markmið mánaðarlega þetta árið. Agnes er eitthvað svo skemmtilega léttur og leikandi penni og skrifar bara svona um allt og ekkert sem mér finnst gaman að lesa. Í mars mánuði setti hún sér markmið að blogga daglega og mér fannst það alveg frábærlega sniðug hugmynd og ætla stela henni. Febrúar markmið hennar var að sleppa sykri sem mér finnst hins vegar ekki jafn spennandi markmið og mun því geyma í óákveðinn tíma:)

Þetta verður spennandi sérstaklega í ljósi þess að ég hef alltaf passað mig að þetta blogg mitt sé ekki einhver kvöð og ég sé knúin til þess að skrifa alltaf. Ég hef meira svona skrifað þegar mér detttur eitthvað í hug eða er í stuði - sem er auðvitað alls ekki alltaf. En nú reynir á, að vera í stuði allan apríl - það verður stuð!
Ágústa Rut að sýna á fyrstu ballettsýningunni sinni!



Tungan var stundum út sökum feimni - ekki langt að sækja það:)



Fallegar ballett-vinkonur

Magdalena 3 mánaða!


Fór í tvær sprautur og mælingar og heldur sinni frönsku kúrfu og mælist nú 5310 gr. og 59 cm. Óskaplega svipað og móðir hennar mældist á sama aldri. Við erum að tala um eina lágvaxna hérna:)


Hér erum við hins vegar á leiðinni í passamyndatöku - við mæðgur ætlum nefnilega að fylgja Sóley og Óla heim til Kaupmanahafnar í lok apríl!


Það er svo merkilegt hvað gerist mikið við þriggja mánaða aldurinn. Mér fannst án gríns að Magdalena hefði breyst á einum degi úr því að vera ungabarn í hálfgerðan krakka. Á þessum tímapunkti byrja þau að vaka meira og veita umhverfi sínu svo miklu meiri athygli og þar spilar stóra systir heldur betur stóra rullu, það er náttúrulega allt skemmtilegt sem hún gerir en mamman þykir líka kostuleg og fær iðulega bros við einhverjum fáránlegum hljóðum, grettum og geiflum. Svo ég tali nú ekki um pabbann sem er náttúrulega mikill sprelligosi.

Við getum ekki kvartað undan svefnleysi þessa þrjá mánuði og þetta hefur bara rúllað ótrúlega vel. Svefntíminn færist enn framar og virkilega góð kvöld þegar ég fer inn með M og Andri Á og við hittumst síðan á ganginum rúmlega níu og gefum "high five" og kvöldið er okkar. Slíkum kvöldum hefur fjölgað undan farið en ekkert heilagt í þessu. Í kvöld tók hún t.d. vökumaraþon og vakti eiginlega frá hálf fimm til að vera níu og tók klassískt 40 mín rumsk en Andri tæklaði þetta vel og kom henni aftur í ró.

Magaæfingum fer fjölgandi og styrkurinn að koma enda þýðir ekkert annað þegar maður er að æfa ungbarnasund en henni var þrælað í sund á sjálfan sprautudaginn og dýft í kaf. Hún var nú heldur lítil í sér eftir það og þurfti nauðsynlega að fara á bakkann og fá sér góðan huggunarsopa:)


Þessir fyrstu þrír mánuðir eru einhvern veginn svona aðlögunartími með nýjum einstaklingi þar sem maður lærir inn á þarfir hans og karakter. Magdalena þarf t.d alltaf að jafna sig töluvert þegar hún vaknar, sama hvaða tíma dags það  er, gott að vita það núna:) Það verður því örugglega hressandi að vekja hana í skólann seinna meir! Hún drekkur líka oft þangað til hún er orðin yfirspennt og þyrfti að losa loft og móðgast þá alveg þvílíkt svo maður þarf að vera fljótur að skutla snuðinu upp í hana. Hún tekur alveg stundum extra mikinn pirring, enginn fastur tími á því en oftast svona seinni partinn, ég geri ráð fyrir að þetta séu einhverjar magapílur og þá þarf alveg stundum að taka færeyska hringdansinn en það varir yfirleitt stutt enda miklir dansarar á heimilinu:) Fyrri hluta dagsins er hún yfirleitt algjört sparibarn og getur setið lengi í ömmustólnum og fylgst með mér í heimilisstörfunum nú eða að kenna stærðfræði en hún passar sig alltaf á því að vera vakandi á þeim tímum.


En umfram allt er hún auðvitað minnsta músin á heimilinu og hlýtur ómælda athygli frá öðrum fjölskyldumeðlimum og ÁRA segir okkur oft og mörgum sinnum að M sé sætasta krútt í heimi:) Sem þær eru auðvitað báðar tvær ásamt AFO!

miðvikudagur, mars 28, 2012

Fyrstu bréfin í pósti!


Magda með sitt fyrsta brét frá Íslandsbanka - alveg grunlaus um ástand hagkerfisins enda bara tæplega þriggja mánaða


Systir hennar tæpum fimm árum áður með sitt fyrsta bréf frá Glitni, rúmlega fjögurra mánaða, aðeins klárari og hrunið framundan!

Þjónustufulltrúinn í Íslandsbanka var ekki að fíla brandarana mína þegar ég var að stofna framtíðarreikning fyrir M. Ég sló á létta strengi og sagði að það væri nú heldur mikill munur að fæðast 2007 eða 2011, bankarnir hreinlega slógust um að gefa 5000 kalla inn á framtíðarreikning 2007, núna kom ekki svo mikið sem bréf til að minna á að stofna slíkan reikning hvað þá að hún fengi peningagjöf - Georg baukur og bolur var það heillin:) En stúlkurnar munu fá það sama frá foreldrum sínum um hver mánaðamót 1500 á haus!

þriðjudagur, mars 20, 2012

Góð nýting á flíkum og hlutum!




ÞrítugsAndri


Styttist alla verulega í tugina þrjá hjá bóndanum og magnað að það séu komin 20 ár síðan við hittumst fyrst, ég með hliðartagl í fjólubláu dressi og hann í Fylkis apaskinns gallanum sínum!
Og í tilefni þess að hann er að verða þrítugur og ég síðan seinna á árinu voru keyptir svokallaðir Saladmaster heilsupottar! Fórum á kynningu hjá Elínu og Sóla vinum okkar en þessir pottar kosta mjög mjög mikið - svo mikið að það er eiginlega ekki nethæft:) Andri talaði látlaust um þá í viku eftir kynninguna og taldi fjármálastjóranum trú um að þetta væri ein besta fjárfesting sem hægt væri að gera - fjármálastjórinn gat tekið undir það að heilsan væri eitt það besta sem hægt væri að fjárfesta í og því voru þeir keyptir! Hér er því bara eldað í áðurnefndum pottum og á miðhita, þetta eru nefnilega ekki bara heilsusamlegir pottar heldur spara líka rafmagn og næringin helst betur í matnum svo maturinn nýtist töluvert betur svo ég tali nú ekki um hvað er auðvelt að elda í þessu fyrir amatöra eins og mig þegar kemur að eldhúsmennsku!


Hentar líka vel í ZeroMars...


Af bílamálum er lítið að frétta, hann er bara enn í viðgerð en við höfum verið heppin að hafa sendarann til að sendast en síðan er ég líka dugleg að nota strætókortið mitt en mér finnst bara ótrúlega huggulegt að rölta niður í bæ, kíkja í gluggana, koma við í Bónus og taka svo vagninn heim á meðan Magdalena sefur vært í vaginum.


Mars mánuður gefur öðrum mánuðum ekkert eftir hvað varðar myndatökur og fara nú óðum nýjar myndir að koma inn á myndasíðuna!

fimmtudagur, mars 15, 2012

Prins Polo í kröggum!

Bíllinn okkar yndislegi prins polo er bilaður - smávægilegar lagfæringar, plana heddið upp á nýtt, skipta um þéttingar og tappa og svo er einn fjaðurgormur og balancestangargúmmí farið - ekki nema takk fyrir pent. Kostar fúlgu en Lottó er að lotta eitthvað fyrir okkur svo vonandi fer kostnaður lækkandi. Á meðan keyrir Andri um á sendiferðabíl og vekur athygli hvert sem hann fer. Við getum sem sagt ekki farið neitt saman á bíl fjölskyldan eins og staðan er núna, verandi fjögur og bara á þriggja sæta sendiferðabíl. Það er rétt sem pabbi sagði við mig, maður þarf hálfgerða áfallahjálp þegar maður lendir í þessu svona á síðustu og verstu;) Ég finn reyndar voða lítið fyrir þessu virka daga, er aldrei á bíl og keypti mér strætókort fyrir þónokkru síðan. Mér finnst nefnilega bara fínt að taka strætó í bæinn, versla aðeins inn í Bónus og fara svo tilbaka. Það er ekki eins og tímaskortur sé vandamál þegar maður er í fæðingarorlofi!

Andri er svo glaður að eiga nýja þrítugspotta að hann vill bara leggja bílnum tímabundið - það er svo sem alveg möguleiki út af fyrir sig en við sjáum hvað setur. Don Ruth og Lottó eru á leið til Flórída eftir tæpar tvær vikur og þá getum við verið á þeirra bíl svo þetta bjargast nú allt saman. Gott að taka Pollýönnu á þetta, margt töluvert verra sem gæti hent mann en smá bílavandræði. Hefði samt alveg í hinum fullkomna heimi kosið að þetta myndi frekar gerast þegar allir væru á fullum launum, það kæmi sér bara töluvert betur! En það þýðir ekki að gráta Björn bónda eins og það stendur....

Annars var ég alveg "sprungt" eftir afmælistörnina - hef verið að taka vikuna í svona "recover" en er öll að koma til og kerrupúlaða mig í gang í morgun. Framundan er the BIG 30 hjá eiginmanninum en einkasonurinn fær smá afmælis í Geislanum í næstu viku en síðan verðum við hjónin með leðurpartýið okkar í sumar! Ég er síðan komin í einhvern framkvæmdagír hérna á heimilinu og ætla fá Heiðar millimeter með mér í það, rakst á skáp nokkurn í geymslunni hjá honum og er svona í huganum að finna honum góðan stað hérna á heimilinu!

Bestu bílakveðjur....



þriðjudagur, mars 06, 2012

Áran orðin 5 ára!

Ég veit að þetta er klisja en hrikalega flýgur tíminn! Þá hlýtur að vera fjör hjá manni, það er bara þannig. Og það sem að þessi 5 ára gleðigjafi hefur haldið uppi stuðinu síðast liðin fimm ár, það held ég nú! Komin með stríðnisglampa í augun strax 2 mánaða eins og amma Malla benti réttilega á þegar hún sá myndina hér að neðan. Og hún hefur alltaf vitað hvað hún vill og lætur sko ekki snúa sér;) Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af afmælisferlinu!


Broskallaþemað undirbúið með því að kaupa broskalladiska, glös og dúk, hvað annað;)


Sæta músin í prjónuðu dressi frá nöfnu sinni, ömmu Gústu


Og ein af hinni músinni:)


Broskall "in making" Hvar væri ég án Síu minnar, allir ættu að hafa aðgang að einni "Síu frænku", það myndi auðvelda líf margra:)


06:25, pakkaopnun, búið að halda sumum í rúminu frá rúmlega fimm! Smá spenna í gangi:)


06:43, legokubbagerð með móðurinni!


Listaverk dótturinnar!


Strollan á leið í afmælið - allt samkvæmt ÍTR reglum:)
Áran stjórnaði síðan með harðri hendi þegar heim kom og eitthvað kannaðist ég við þessa stjórnunartakta. Heyrðist t.d frá henni: "Ok stelpur, bara allar hérna inn í stofu, heyrðu eru allir búnir að láta mig fá pakka, ok setjist bara hérna, neinei þarft ekkert að halda í pakkann, bíddu heyrðu vantar einhverja pakka"! hahaha


Sía að kynna reglurnar, hefði verið slæmt ef tveir grunnskólakennarar og einn verkefnisstjóri á frístundaheimili hefðu klúðrað afmæli!

Smá Bíó og Buggles í lokin:)

Áran fór megasátt í háttinn - 1 afmælið búið, 2 eftir og samkvæmt reglum um væntingastjórnun verður reynt að tala sem minnst um afmælishelgina út vikuna svona til þess að það verði sofið eitthvað á nóttinni!

laugardagur, mars 03, 2012

Missandi eða ómissandi!

Þegar ég eignaðist Ágústu Rut man ég hvað mér fannst fáránlega skrýtið að fara út ein fyrstu skiptin. Mér leið hreinlega eins og ég væri með stóran límmiða á enninu á mér þar sem stóð: "ÉG VAR AÐ EIGNAST BARN!" og mér fannst eins og allir væru að horfa á mig. Núna var þessi tilfinning einhvern veginn ekki til staðar. Ég var líka komin heim tveimur sólarhringum eftir að Magdalena fæddist og "hélt" hálfgert gamlársboð sama kvöld:) Ég held líka að þetta sé allt öðruvísi með annað barn, fleiri skyldur sem maður þarf bara að sinna fljótlega eftir burð hvort sem manni líkar betur eða verr. Þess vegna fór ég tiltölulega fljótt á ról núna og skaust hitt og þetta fyrstu tvær vikurnar sem Andri var heima. Hann gaf M pela með mömmumjólk enda þaulvanur og hún drakk eins og hún hefði aldrei gert annað. Ég kann ótrúlega vel við það að þessar dætur mínar taki pela, það hentar fiðrildinu í mér svo vel því ég þarf svona smá Me Time inn á milli:)

Núna hafa ömmurnar báðar passað og gefið pela og Harpa passaði líka aðeins í dag en í kvöld ætlaði ég síðan í fyrsta skipti að skella mér í smá stelpuboð EIN. Samviskusamlega mjólkaði ég mig svo barnið yrði ekki vannært og síðan fórum við AFO svona yfir hvernig væri best að hafa þetta. Ég ætlaði að mæta aðeins of seint í boðið en í þeim tilgangi að það væri komið það langt inn á kvöldið að þessi peli væri eiginlega bara síðasta gjöf fyrir svefninn. Ára var að leika hinum megin og ég hafði einhverjar áhyggjur af því að það yrði of mikið mál að koma henni í háttinn líka en hugsaði svo með mér að það væri bara vitleysa í mér, ég gæti allt eins bara bent á trixin mín sbr. síðustu færslu...og Andri ætlaði líka bara að baða Magdalenu sem var slök í stólnum sínum þegar ég fór.

Mér finnst samt alltaf eitthvað svo undarleg tilfinning að fara frá einhverjum sem er svona óendanlega háður manni og það kom svona yfir mig "æjégættikannskibaraaðveraheima" en svo dreif ég mig af stað og ótrúlegt sem það er hressandi að fara í hærri hæla, setja á sig smá gloss og örlítinn roða í kinnarnar. Förinni var heitið út á Nes og ég var komin um níu, rúmum klukkutíma of seint en það var allt í lagi, maturinn var hitaður upp og ég fékk smá rauðvínsdreitil í glas, frábær félagsskapur og þegar ég fékk mér fyrsta sopann af rauðvíninu hugsaði ég með mér hvað þetta væri nú huggulegt að geta skroppið svona aðeins út úr húsi viðhengislaus en í sömu andrá hringir síminn minn. Eiginmaðurinn í bland við öskur sem ég kannaðist bara hreint ekki við  - "hún er trítilóð, þú verður að koma" heyrðist á hinni línunni. Oh hvað ég var samt svekkt og spurði en pelinn? En lætin voru svo mikil að ég heyrði ekki hvort hún hefði fengið pelann eða ekki viljað hann! Ekkert annað í stöðunni en að kveðja og rjúka aftur tilbaka hálftíma eftir að ég hafði komið á staðinn.

Það tekur alveg góðar 10-15 mín að keyra frá Nesinu og í Laugarnesið svo ég hringdi í bílnum á leiðinni til að tjékka hvort ég ætti að senda mömmu yfir, hugsaði með mér hvernig staðan væri á stórunni sem var eflaust orðin stjörf af þreytu. Þá komst ég að því að Magdalena hafði aldrei fengið pelann því pabbinn ætlaði að halda sig við planið - bað og svo pelinn því ekki vildi hann vera búinn með mjólkina eftir baðið. En á þessum tímapunkti var hann að græja pelann á meðan Ára hélt Magdalenu félagsskap. Ég heyrði síðan aðeins í mömmu á meðan ég var að keyra sem skellti nú eiginlega bara upp úr og fannst hún komin 30 ár aftur í tímann en ég stundaði þetta víst að senda foreldra mína út en láta kalla þá tilbaka örskotstundu seinna:) Þegar ég var næstum komin heim bjallaði ég aftur, veit ekki af hverju ég var að hringja svona mikið en mig langaði að fylgjast með haha...þá svaraði Ára og sagði að hún væri að drekka pelann og hætt að öskra. Ég nennti samt ekki að keyra alla leiðina tilbaka svo ég fór bara heim og gat ekki annað en hlegið þegar ég sá eiginmanninn örmagna með nr. 2 í fanginu svolgrandi í sig mjólkina. Hann sagði mér að á svona stundum færu menn í gegnum allan tilfinningaskalann  - hjálparvana - vonsvikinn - pirraður. Ég heyrði svo Áru segja í símann við ömmu sína að Magdalena hefði verið alveg brjáluð!


Það var samt svo notalegt að koma heim og sjá hvað Ágústa Rut tók sínu hlutverki mjög alvarlega og lýsti því alveg í smáatriðum hvernig hún hefði heyrt öskrin yfir til Fransisku og komið og farið á fullt að hjálpa pabba sínum sem stóð þarna hjálparvana með útgrátið ungabarn. Hann sagði reyndar sjálfur að hann hefði aldrei náð að græja þennan pela nema út af því að Ára var að hjálpa til en hún stóð víst við skiptiborðið og killaði á henni ennið og reyndi að gefa henni snudduna:)


Þó ég hafi verið komin í ansi góðan spjallfíling í dömuboðinu græt ég þetta ekkert, það verður sko alveg nægur tími sem ég verð alveg "missandi" og ég ætla bara að njóta þess að vera svona hrikalega ómissandi. Magdalena vaknaði síðan eftir peladrykkjuna og horfði á okkur með stóru saklausu augunum sínum eins og hún væri að segja "hvað voruð þið eiginlega að pæla?" Lagðist síðan inn í rúm með óróann eins og planið hafði verið og steinrotaðist! Þessar dömur láta ekki bjóða sér hvað sem er;) 

föstudagur, mars 02, 2012

Kvöldið í kvöld er týpískt kvöld sem fær mig til að hugsa hvað í fjáranum ég var eiginlega að gera áður en ég fór út í barneignir og uppeldi. En annan hvern fimmtudag er Andri alltaf með vinnufundi til sjö og er því að detta í hús töluvert seinna en venjulega. Ég er góðu vön hérna heima og kann því best að hafa hann með mér milli sex og átta eða á þeim tíma sem þarf að fæða, baða, bursta, lesa og syngja, já þið megið segja skammskamm en Ára fer ekki enn ein inn í rúm og leggst og við förum bara út heldur syngjum við alltaf eftir að við erum búin að lesa fyrir hana - þetta tekur svona max 20 mín með lestri og ég hef ekkert séð eftir þessum tíma hingað til en með aðra á arminum verður þetta stundum töluvert flóknara. Sér í lagi þar sem maður getur ekki pantað að hún sé akkúrat sofandi á sama tíma og eldri fer að sofa og fyrir utan það þá er þetta svona sá tími dags sem hún er mest pirruð. Ára er hlýðin stúlka en hún er líka stríðin og elskar að espa mig upp þegar ég má síst við því eins og í kvöld þegar hún gerði allt flóknara en það þurfti að vera:) Lagðist þó loks upp í rúm og vildi lesa klukkubókina.
Magdalena ekki í besta skapinu sínu og Ára tók skýrt fram að hún vildi ekki að hún væri að gráta á meðan á lestri stæði - Magdalena er meðfærileg en þó ekki alveg svona meðfærileg:) Ég stakk því upp á því að ég myndi sitja á jógaboltanum þannig að M væri góð og Ára héldi á bókinni svo ég gæti lesið (fegin er ég að vera ekki orðin fjarsýnari en ég er). Það þurfti svo auðvitað að stilla klukkuna hárnákvæmt á hverri síðu en þetta gekk og Ára þreytt og sofnaði í öðru lagi sem er algengt.

Þá var hægt að sinna Magdalenu almennilega sem var eitthvað pirraðri en venjulega og þurfti fulla athygli. Pabbinn kom heim að verða níu (eftir brjálað strætóævintýri sem er efni í aðra færslu) og fór í það að græja sér eitthvað að borða á meðan ég tilkynnti honum að ég hefði nánast farið á núllinu í gegnum daginn - hluti af zero days prógrammi sem margir þekkja (en ef ekki þá efni í enn aðra færslu). Hann sagði mér að slíkt hið sama hefði verið upp á teningnum hjá honum, túnfiskur og banani úr Bónus! Því næst gekk hann frá öllu á sínu svæði - eldhúsinu og bauðst til að laga handa mér Latte (hefur séð þreytumerki á mér) á meðan ég horfði á Desperate með Magdalenu í smá færeyskum hringdansi eða þar til hún róaðist.

Eftir það settumst við aðeins niður og ég sagði honum í díteils frá mínum "viðburðaríka degi", svo vel að ég nánast lék samtölin hjá Áru og vinkonu hennar sem voru að leika hérna í dag. Á þessum tímapunkti var M alveg out en þarna var klukkan um hálf ellefu og ég þurfti að rjúka út að prenta út boðskort fyrir afmæli Áru, skutlaði M í fangið á AFO og brunaði á Grunninn. Prentaði vísareikninginn út í leiðinni, hugsaði með mér að það væri gott fyrir okkur að lesa hann yfir saman fyrir ZeroMars. Kom heim og þá var AFO lagstur upp í rúm, búinn að setja M í sitt svo ég skutlaði reikningnum í hann og sagði að það væri kannski gott að lesa yfir þetta. Því næst fór ég að klippa út boðskort og hanga í tölvunni. Áður en ég vissi af var hann steinsofnaður og það rann upp fyrir mér að ég vissi ekki neitt hvernig dagurinn hans var, eina sem ég vissi var að hann fékk sér túnfisk og banana í hádeginu og var í einn og hálfan tíma í strætó á leiðinni heim!

Eitt er víst að ég fæ ekki eiginkonuverðlaunin fyrir þessa frammistöðu - stefni ekkert nema upp á við á morgun!

Hins vegar setti ég inn fullt af myndum - svona er þetta, maður er dauðfegin að allir séu sofnaðir eftir langan dag en þá sest maður niður og fer að skoða og flokka myndir af fjölskyldumeðlimum:)

miðvikudagur, febrúar 29, 2012


Til gamans - systurnar nákvæmlega jafngamlar!



Tveggja mánaða Magdalena - á sjálfan hlaupársdaginn 29. febrúar 2012!

Magdalena hefur haldið uppteknum hætti þennan seinni mánuð sinn. Sefur vel og drekkur vel og er alltaf að færa svefninn framar og framar, nú er hún að fá kvöldsopann upp úr tíu og fer síðan að sofa fljótlega eftir það með því að hlusta á óróann sem glymur í hausnum á manni þó það sé ekki kveikt á honum! Hún er enn bara að vakna einu sinni yfir blánóttina til að drekka en ég hef gefið henni snuð ef hún rumskar fyrr en ég óska eftir;) Hvar væri ég án snuða?

Við erum síðan búnar að kerrupúlast fjórum sinnum og ætlum að halda því eitthvað áfram. Hún líkt og systir sín gerði, sefur alveg einstaklega vel í vagni á ferð og er að taka langa lúra þegar ég er á ferðinni - stundum vaknar hún um leið og vagninn stoppar, stundum ekki. Hún er alltaf að splæsa í fleiri og fleiri bros og hefur stóra systir tekið fram úr pabba hvað varðar bros en ég get ímyndað mér að sú stóra verði heldur betur vinsæl þegar fer að koma almennilegt vit í þennan litla koll:)

Mamman er enn í fyrsta sætinu enda skartar hún byssunum sem bjarga öllu. Hún kann líka öll réttu handtökin og veit yfirleitt hvað virkar á Lenulús. Í minningunni var Ára alltaf í essinu sínu ef það voru læti og fjölmenni. Magdalena er öðruvísi, hún kann betur við rólegheitin og ekki of mikil læti, þá er eins og hún pirrist enda eins og ég hef sagt virðist vera rólegri karakter en Ára. Ég held hún sé lík Hörpu frænku sinni en hún sagði oft "læti" þegar hún var lítil ef henni fannst of hávaðasamt, kæmi mér ekki á óvart að Lena tæki upp á því einn daginn!


Orlofið rúllar þennan vanagang, hittingar, þvo, þrífa, ganga frá, ganga meira frá, þurrka meira ryk, þvo meiri þvott o.s.frv. þið vitið hvað ég meina;) En ég er að njóta þess í botn - finn hvað ég er bara hér og nú. Spurning hvort að zen áhrifin séu hægt og bítandi að færast yfir mig;)


Ágústa Rut er hress að vanda, telur nú niður daglega í afmælið sitt og getur ekki ákveðið sig hvort hún ætli að telja daginn sem er þann daginn með eða ekki;) Freistandi náttúrulega að sleppa honum! Sía "frænka" var komin með einhverja pressu hvað varðar bakstur fyrir stóra daginn og vildi að ég myndi leggja mig alla fram við það að uppfylla kökuóskir frumburðarins. Þannig að ég spurði hvernig köku hún vildi hafa og það lá ekki á svörunum - broskallaköku:) Þessi elska þekkir mömmu sína og veit að hún er ekkert að fara að hrista einhvern barbie-kastala fram úr erminni en broskall skal það vera og vel gulur:)

Ég set síðan seinna holl af febrúar á myndasíðuna á morgun!

mánudagur, febrúar 20, 2012

Byrjaði í kerrpúlinu í dag og komst að tvennu:

1. Keppnisskapið er enn til staðar
2. Ýmsir vöðvar - ekki enn til staðar:)

Hlaup, hnébeygjur og kálfaæfingar halda samt áfram að vera mínar æfingar. Armbeygjur eru erfiðari og liðleikinn mætti vera meiri. Gott að setja sér einhver ný markmið fyrir sumarið!

Náði líka í nýja ipod nanó-inn minn - hlakka til að hlaða inn einhverjum hlaupa/göngu vænum lögum!

föstudagur, febrúar 17, 2012

7 vikna Magdalena


Gott að vera vel girtur:) Magdalena með svörtu augun eins og Jónína í ungbarnaeftirlitinu kallar hana!


Nú fer óróinn að koma sterkur inn og rimlarúmið búið að vera uppi í tvær vikur - þar sofnar hún alltaf á kvöldin og sefur vært, hefur verið að færa svefninn framar og í þessari viku er hún að sofna um svona ellefu leytið og vaknar kannski hálf fjögur fjögur til að drekka og kúrir þá gjarnan hjá mömmu sinni til morguns eða þangað til stóra systir kemur um hálf átta átta leytið og vill knúsa og kyssa:) Mér finnst ekki gott að láta hana sofna út frá drykkju því hún ælir aldrei nema upp í sig og kyngir aftur - jömmí og þá er betra að gefa henni aðeins áður en hún fer að sofa svo hún nái að jafna sig áður en hún leggst niður!


Lætur fátt raska ró sinni (tekur samt alveg pirring eins og gengur og gerist og er ómöguleg og vill bara láta halda á sér og bossa rass) og er farin að fara mikið í göngutúr en ég elska að fá mér hressingagöngu jafnvel tvisvar á dag og endurnýja súrefnið:)

Mér finnst eins og Lenu lúsin sé slakari karakter en Ára en það á eftir að koma betur í ljós!

Nokkrar af systrunum saman:)


Megastuð svona fyrsta mynd!


Aðeins meira - mamman að prófa aðra stillingu!


Æj þetta er nú farið að verða frekar þreytandi...

 

"Ég nennessekki..." Ára að reyna að tjónka M eitthvað til:)

fimmtudagur, febrúar 16, 2012

Nóg af verkefnum í fæðingarorlofinu!

Maður situr ekkert auðum höndum í orlofinu og nóg að gera á hverjum degi, hversdagslegu hlutirnir eins og að þvo þvott, taka til og ganga frá leirtaui taka sinn tíma í bland við ýmis verkefni sem hafa setið á hakanum eins og að koma brúðkaupsmyndum í ramma ásamt öðrum myndum og búa til myndavegg. Ég er náttúrulega fáránlega mikil reglustika og get ekkert hent upp svona "útumallt" myndavegg eins og mér finnst svo flott. AFO og ÁRA þurftu því að vera mér innan handar og höfðu sínar skoðanir á því hvernig þetta ætti allt saman að vera, Ára svona heldur miklar en útkoman var þessi!



Ég er síðan með endalaust langan lista af bókum sem mig langar að klára að lesa. Á náttborðinu bíður Brakið hennar Yrsu, Jójó eftir Steinunni Sigurðar, Einn dagur, Buddism for Mothers, tvær Nesbö bækur og þar af önnur hálfkláruð. Í bland við þetta allt saman má líka finna Hollráð Hugós, Draumalandið og Stjörnumerkjabókina.

Ef ég væri kannski minna í tölvunni myndi ég lesa þeim mun meira!



þriðjudagur, febrúar 14, 2012


Magdalena orðin sex vikna og gott betur!


Lenulúsin fór í 6 vikna skoðun í síðustu viku og hlaut fína dóma. Jónína ljósmóðir í ungbarnaeftirlitinu nær á einhvern ótrúlegan hátt að kalla það besta fram í svona litlum krílum, hefur alltaf náð einstaklega vel til Ágústu Rutar og sama var uppi á teningnum með Magdalenu en hún brosti og hjalaði og lék á alls oddi í skoðuninni. Orðin 4060 gr. og 54,5 cm, bara búin að ná meðalfæðingarþyngd íslenskra barna;) Fékk síðan Tokyo sushi í verðlaun en við skulum ekkert ræða það hversu oft við fáum okkur bita þar!


Stóran bað síðan um göt í eyru í síðustu viku en Brynja vinkona hennar er nýlega búin að fá. Ég stóð í þeirri meiningu að hún vildi ekki göt því hún tilkynnti mér það þegar Brynja fékk sín en annað kom á daginn og hún var harðákveðin í þessari götun. Ég er alltaf svo föst í reglum sem voru settar á mínu heimili í denn svo mér fannst hún alltof ung enda Gústa senior með 8 ára regluna en ég var einhvern veginn búin að bjóða upp á þetta svo ég gat ekki sett reglu eftir á! Við mættum því galvaskar mæðgurnar í Mebu eftir leikskóla á föstudaginn og Ára valdi sér lokka og settist í stólinn, lét teikna á sig punkta en HÆTTI svo við:) Eins og mig grunaði, maður þekkir sína nokkuð vel, ég var líka búin að segja henni að Svava frænka hefði hætt við stólnum þegar hún var 8 ára, bara svona til að ítreka að það mætti alveg hætta við - maður þekkir nefnilega alveg keppnisskapið í fjölskyldunni! Ég græt það nú ekkert að hún hafi hætt við og hún gerir þetta bara seinna þegar hún er tilbúin:) Við eigum allaveganna fagurrauða lokka til skiptanna!

Ég lét síðan klippa af mér alla lokkana í gær enda ómögulegt að stífla baðkarið þegar maður fer í sturtu og vera með hárbrúsk samansafn í rassaskorunni;) Brjóstagjafahárlos búið að banka upp á og ekkert annað í stöðunni en að losa sig við hár! Plús það að ég var farin að vera einungis með hárið í hnút alla daga og því frekar tilgangslaust að vera með hár niður á rass. Ég var nýbúin að horfa á Midnight in Paris og fannst svo helvíti flott klippingin á leikkonunni þar Rachel eitthvað, þið vitið með mig og leikaranöfn en allaveganna tók ég mynd af tölvunni og mætti með til hárgreiðslumeistarans hennar Ingigerðar og voula hún töfraði fram góða greiðslu:)

-Linda-


mánudagur, febrúar 06, 2012

"Einstæða móðirin múltitaskar með aðstoð þó!"


Andri er búinn að vera sérlega upptekinn síðast liðna viku. Fyrst skellti hann sér í vinnuferð norður á Akureyri og síðan er hann búinn að vera að klára NLP námskeiðið og taka bæði verklegt og skriflegt próf um helgina. Ég fékk því að þreyta frumraun mína sem einstæð móðir tveggja dætra:) Þar sem ég hef nánast sofið til hádegis allan fyrsta mánuðinn hennar Magdalenu voru ákveðin viðbrigði að vakna og komu einni á leikskólann:) Og þó svo að Ára sé orðin ansi meðfærileg þarf samt koma henni í háttinn með lestri ásamt því að bursta (sem hún telur sig reyndar fullfæra að sjá um) og fleira sem þarf að græja.


En ég komst að því að ég get lesið og gefið, sungið og huggað og svæft allt á sama tímapunktinum - þarf samt að sætta mig við að uppvask og drasl þarf að bíða aðeins lengur en venjulega! Ég á nefnilega mjög bágt með að hafa mikið drasl í kringum mig:) Hver hefði nú getað ímyndað sér það á mínum unglingsárum þegar þurfti bókstaflega að gera göng til komast út úr herberginu mínu!


Þetta gekk samt alveg ljómandi vel með góðri aðstoð frá ömmum og frænkum. Við erum samt mjög fegnar að hafa endurheimt bóndann aftur og Áru leið eins og hann væri bara að fara í tveggja vikna reisu en ekki einn og hálfan sólarhring, svo mikill var söknuðurinn og gott að Andri er ekkert að stefna á flugmanninn eða eitthvað slíkt;)


Ballerínan mín sem vill þótt ótrúlegt sé láta greiða sér svona fyrir balletttíma!


Glæsileg!


Magdalena heldur áfram að stækka eins og sést á þessum galla sem var fáránlega stór á hana fyrir stuttu!


Lena litla er farin að splæsa í bros og smá hjal á útvalda fyrir svona tæpri viku - erfitt að ná á filmu en þau eru alltaf að verða fleiri og fleiri;)


Flottar vinkonur í Sólarkaffi á Laugaborg (á erfitt með að venjast nýja nafninu Laugasól)

þriðjudagur, janúar 31, 2012

Fyrsta bloggið eftir fæðingu Magdalenu!

Eins og flestir vita finnst mér ótrúlega gaman að skrásetja hlutina og halda utan um allar myndir á myndasíðunni okkar. Þetta er hins vegar orðið miklu flóknara núna með komu facebook, persónulega finnst mér miklu skemmtilegra að halda utan um þetta forláta blogg mitt heldur en að setja eitthvað þangað inn og þess vegna ætla ég að reyna að vera dugleg að skrifa eitthvað hérna og virkja vefdagbókina á myndasíðunni en ég sé að ég hef ekki látið neitt framhjá mér fara í þroska Áru svo það er eins gott að skrá allt sem hún litla Magdalena gerir:) Annars gæti ég átt á hættu að hún kvarti líkt og Svava sem segir að það muni enginn neitt síðan hún var lítil! Ég kom mér allaveganna í það að skrá fæðingarsöguna hennar í vefdagbókina á myndasíðunni!

Magdalena litla dafnar ótrúlega vel og hefur verið ljúf sem lamb frá fæðingu og ég krossa allt sem hægt er að krossa um að það haldist áfram. Hún er orðin mánaðargömul og maður furðar sig alltaf á því hvað tíminn líður hratt og þess vegna nauðsynlegt að njóta hverrar stundar því fyrr en varir verður hún orðin eins og tæplega fimm ára unglingurinn á heimilinu sem nennir ekki að vakna á morgnana og lokar hurðinni þegar maður kemur að vekja hana:) 

Frá því við komum af spítalanum hefur Magdalena haldið uppteknum hætti hvað varðar drykkju, svefn og hægðir en þetta er jú það sem horft er á í fari ungabarna. Hún er búin að vera dugleg að drekka frá fyrstu mínútu og þurfti ekki að láta kenna sér hvernig á að sjúga þessar túttur og hefur því fengið slagorðið "Lena er dugleg á spena". Hún fékk góða dóma í fimm daga skoðuninni þrátt fyrir að vera svona nett eins og læknirinn orðaði það enda ekkert nema tröllvaxin 18 marka drengjabörn í skoðun á sama tíma og hún sem er bara petit á franska vísu. 

Hún hefur verið að þyngjast um 300-350 gr. á viku sem telst gott að mati ungbarnaeftirlitsins. Hvað varðar svefn tekur hún mikið tillit til foreldra sinna sem eru jú á þrítugsaldri en ekki 24 ára unglingar líkt og síðast;) Þess vegna hefur hún sofið vel þessar fyrstu rúmlega 30 nætur af lífi sínu og er að sofna svona um eitt að meðaltali og hefur sífellt verið að lengja tímann í þessum fyrst dúr en í morgun drakk hún ekki fyrr en 6:30 og síðan ekkert fyrr en rúmlega 9. Þrátt fyrir að óska þess heitar en allt að hægt sé að kalla þetta einhverja rútínu veit ég betur og þetta getur auðvitað breyst á svipstundu en er á meðan er! Ég held líka að barn nr. 2 komist fyrr í einhvern gír því barn nr. 1 er auðvitað alltaf til staðar og við erum öll komin hérna á ról milli átta og níu á morgnana þar sem klónin þurfa að fara til vinnu og í leikskóla.

Hvað varðar hægðir er hún ekkert að spara gulu skiturnar og kemur þeim frá sér oft á dag ásamt háværum frethljóðum, þetta eins og allir foreldrar þekkja gleður mikið sem og öll rop sem hún kemur frá sér - þetta er auðvelt líf. Magdalena hefur hingað til ekki ælt neitt að undanskildum þremur gusum sem hún hefur tekið, það er kærkomið að þurfa ekki alltaf að vera með bleyju við hönd til að þurrka upp ælu og sparar líka þvott en af honum er feikinóg verandi fjögur í fjölskyldu.

Nú veit ég ekki hversu margir skemmta sér við þennan lestur en ég mun reyna að halda honum innan myndsíðunnar framvegis. Þar má líka finna restina af janúar myndum en hér að neðan er smá brotabrot en við gátum loksins farið út að ganga í gær eftir mikla ófærð en nýi kagginn er að gera mjög góða hluti og mamman hæstánægð með þetta samvinnuverkefni fjölskyldu og vina að láta nýjan vagn verða að veruleika, hann mun síðan bara ganga í erfðir til að nýta hann sem best:)

Ára klára heldur uppteknum hætti stóru systur og virðist ekki fá nóg af því að knúsa og kyssa Magdalenu og segja hvað hún sé nú mesta krútt í öllum heiminum. Hún tekur yfirleitt alltaf þátt í bleyjuskiptingum þegar hún er heima og passar alltaf að kyssa hana bless þegar hún fer eitthvað. Hún er líka dugleg að skottast eftir hlutum þegar maður þarf á einhverju að halda og ég var kannski farin að ofnota þetta á tímabili því þá kvartaði hún undan því að það væri soldið erfitt að vera stóra systir og þurfa alltaf að ná í allt:) Hún er líka farin að skeina sig sjálf við aðgerðir nr. 2 þannig að hún er svo gott sem orðin alveg sjálfbjarga!

Þetta var alltof sumt að sinni!


Komin í fína kjólinn frá Rögnu sinni


Eins mánaða blómarós:)

 

Prufukeyra nýja vagninn með Hörpu og Svövu


Flottar í fallega Laugardalnum

 

Systur horfa á barnatímann


Kósý stemning í fæðingarorlofi á Laugarnesveginum


LærdómsAndri